Vikan


Vikan - 13.06.2000, Síða 58

Vikan - 13.06.2000, Síða 58
wutxímmmaam Hræðileg brúðkaupsferð Hrakfarir H a m b o r g Þegar uíð híónin gifium okk- ur fyrir tíu árum, ákváðum víð að leyfa okkur hann mun- að að fara í brúðkaupsferð. Uið áttum fvö lítil börn og hlökkuðum mikið til að kom- ast í frí sem reyndist vera eitt bað mísheppnaðasta sem sögur fara af. Þegar við fengum utan- landsferð í happdrætt- isvinning gátum við ekki notað vinninginn því við áttum ungbarn og áttum von á öðru barni. Ari seinna gift- um við okkur og ákváðum að grennslast fyrir unt það hvort við gætum ekki notað ferðavinning- inn til að fara í brúðkaupsferð. Maðurinn minn kannaðist við konu sem starfaði á ferðaskrif- stofunni og við ráðfærðum okk- ur við hana. í ljós kom að við gát- um notað vinninginn en málið vandaðist þegar við fórum að velja áfangastað. Við ætluðum að fara út í júlí og okkur langaði að fara á stað þar sem við gætið bæði notið sólarinnar, farið út að borða á fínum veitingastöðum og verslað svolítið á okkur og börn- in. Ég vildi fara til Hollands en maðurinn minn vildi frekar fara til Þýskalands. Konan á ferða- skrifstofunni þekkti til í Þýska- landi og sagðist vita um stað sem hentaði okkur fullkomlega. Þar væru hvítar og fínar strendur, veitingastaðir, keiluhöll og versl- anir, allt á þessum eina og sama stað. Þessi paradís átti að vera rétt fyrir utan Hamborg. Við vor- um að vonum alsæl með að finna draumastaðinn þar sem við gát- um eytt hveitibrauðsdögunum. Eftir að vera nýbúin eignast tvö börn á stuttum tíma, þá hlakk- aði ég mikið til að fá kokkteila í brúðkaupsferðinni en sú bið átti eftir að verða löng. Þessi ágæta kona á ferðaskrif- stofunni hafði bókað okkur á hótel fyrstu nóttina í Hamborg því flugvélin lenti svo seint um kvöldið. Þegar við vorum komin á hótelið fengum við fyrsta áfall- ið. Fyrstu nóttinni í brúðkaups- ferðinni eyddum við á ógeðslegu hóteli í melluhverfinu í Ham- borg. Við gátum ekki farið að leita að öðru hóteli því það var orðið svo framorðið og því ákváðum við bara að gera gott úr þessu. Okkur langaði að fara út og leita að bar en það eina sem við fundum voru strippbúllur sem við höfðum engan sérstak- an áhuga á að sækja. Hótelið líktist húsi í Harlem hverfi Daginn eftir yfirgáfum við þetta hverfi Hamborgar og fór- um niður á lestarstöð, fullviss þess að nú væru öll vandamál úr sögunni. Við fylltumst gleði og bjartsýni er við stigum út úr lest- inni í litla bænum sem átti að vera paradísin okkar. Þarna voru lítil og falleg hvitmáluð hús og allt umhverfið var mjög vinalegt. Þegar við fórum að skoða kortið betur og upplýsingar um hvar við hóteli. Stigagangurinn var ógeðs- legur, ómálaður og hrár. Ekki skánaði líðan mín þegar við opn- uðum hurðina á „svítunni" okk- ar. íbúðin var pínulítil. Eldhúsið reyndist vera smá skápur með hellum sem þurfti að draga út við notkun og veggfóðrið var það ljótasta sem ég hef augum litið, appelsínugult með stóru blóma- mynstri. Sturtan var þannig úr garði gerð að allt vatnið fór út fyrir sturtuklefann. Líkurnar á að fá dropa á líkamann voru marg- falt meiri ef maður stóð fyrir utan sturtuklefann en inni í honum. Til að kóróna allt þá var ekkert hjónarúm í íbúðinni, bara tveir beddar. Okkur var að sjálfsögðu mjög brugðið og ákváðum að fara út að skoða okkur um til að hressa okkur við og jafnvel að fara á veitingastað í nágrenninu. Við gengum lengi áður en við fund- um eina veitingastaðinn í pláss- inu. Það reyndist vera pizzastað- ur sem bauð upp á eina tegund af pizzum og salatbakka. Fljót- lega komumst við að því að í þessum ágæta bæ var hvergi tek- ið við kreditkortum en við höfð- um mjög lítinn gjaldeyri með okkur. í einfeldni okkar höfðum við treyst á kortin. Sökum þess Uið gengum fram hjá öllum fallegu húsunum og fliót- lega sáum við hrörlega íbúðablokk sem mínnti helst á húsnæði í fátækrahverfi stórborgar. Þetta hreysi reyndist vera hótelið okkar. ættum að gista fundum við út að þetta var ekkert bærinn okkar. Við gengum fram hjá öllum fal- legu húsunum og fljótlega sáum við hrörlega íbúðablokk sem minnti helst á húsnæði í fátækra- hverfi stórborgar. Þetta hreysi reyndist vera hótelið okkar. Okk- ur leið hræðilega illa þegar við gengum inn. Inngangurinn líktist fremur anddyri í fangelsi en á á þorðum við varla að kaupa okk- ur mat fyrr en við kæmumst í hraðbanka. Sársvöng héldum við skoðunarferðinni áfram og eftir mikla leit fundum við keiluhöll- ina sem reyndist vera sjoppa með tveimur keilubrautum. Búðirn- ar sem ég átti að geta keypt föt á mig og börnin reyndist vera lítil minjagripaverslun sem seldi póstkort og stuttermaboli. Stóra áfallið dundi yfir þegar við fórum að skoða ströndina okkar. Stór- grýttari strönd hef ég ekki séð. Ég held að það sé bara þægilegra að liggja í flæðamálinu út í Gróttu en á þessari drauma- strönd og þrátt fyrir mikla leit fundum við hvergi smugu til að komast út í sjóinn. Við vorum bæði gjörsamlega niðurbrotin þegar við komum aftur heim á hótel. Ferðin okkar var svo misheppnuð. Við sátum þarna á beddunum og vorum að ákveða hvort við ættum að fara aftur til Hamborgar þegar ég varð vör við risastóra könguló í loftinu fyrir ofan rúmið. Ég er haldin mikilli skordýrahræðslu og ég tryllist þegar ég sá þetta flykki fyrir ofan höfuðið á mér. Við ákváðum að fara aftur til Hamborgar daginn eftir en mér kom ekki dúr á auga alla nóttina af ótta við að finna fleiri köngulær inni í herberginu. Óuissulerð með leigubíl- stjóra Daginn eftir yfirgáfum við hót- elið sem við vorum búin að greiða fyrir heila viku og fórum á lestarstöðina. Við gátum ekk- ert keypt okkur að borða því við vorum svo auralítil og þegar ég ætlaði að greiða fyrir lestarmið- ana kom í ljós að það vantaði nokkur þýsk mörk upp á. Ég reyndi eins og ég gat að gera mig skiljanlega þegar ég reyndi að kaupa tvo lestarmiða til að flýja þennan ömurlega bæ. Ég bauð afgreiðslustúlkunni ýmislegt til að fá miðana, rneðal ann'ars 1000 íslenskar krónur. Ég held að hún hafi verið búin að fá nóg af mér því eftir töluverða stund rétti hún mér tvo miða. Við stukkum af stað og hlupum eins og brjálæð- ingar að lestarsporinu því við héldum að við værum að missa af lestinni. Um leið og við settumst inn í hana, móð og másandi, var 58 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.