Vikan


Vikan - 13.06.2000, Side 59

Vikan - 13.06.2000, Side 59
l+WiMUáilltllifT/ tilkynnt um tuttugu mínútna seinkun. Loksins fór lestin af stað og eftir dágóða stund snarheml- aði hún með þeim afleiðingum að fólkið hentist til í vagninum. Astæðan var sú að á miðjum lestarteinunum stóð kýr og lá við að það yrði stórslys. Þegar við komum til Hamborgar kom í ljós að öll hótelin voru fullbókuð. Stór ráðstefna var haldin í borg- inni þessa helgi og því enduðum við aftur í hverfinu „okkar“ nema á miklu skárri stað og á betra hóteli. Þar sem við vorum aftur kom- in í stórborgina ákváðum við að skoða okkur vel um og finna góða matsölustaði. Við sáum í Flugleiðabæklingunum á leiðinni út að mælt var sérstaklega nteð matsölustað sem sérhæfði sig í sjávarréttum og einn eftirmið- daginn ákváðum við að borða þar. Við tókurn bæklinginn með okkur til að vera þess fullviss að finna staðinn. Við fundum fljót- lega leigubíl og undir stýri sat kona sem virtist skilja ensku að takmörkuðu leyti. Við reyndum að útskýra hvert við værum að fara og sýndum henni heimilis- fangið. Hún ók með okkur í hinn enda bæjarins og ég hafði á til- finningunni að hún væri villt. Eft- ir klukkustundar akstur stöðvaði hún bílinn í íbúðagötu og sagði að veitingastaðurinn væri bara handan við hornið. Ég trúði því tæplega en hún var þess fullviss og benti alltaf í sömu áttina. Við vorum mjög efins þegar við fór- um út úr bílnum og hún ók hratt í burtu. Við gengum fyrir hornið en þar fundum við bara fleiri íbúðahús enda vorum við kom- in í fínt úthverfi Hamborgar. Við gengum um hverfið þvert og endilangt og reyndum að finna einhvern stað þar sem við gæt- um hringt en það bar engan ár- angur. Við fórum inn á nokkra bari og sjoppur og báðum um að fá að hringja á leigubíl en allir þvertóku fyrir það. Fólkið sagði að við gætum fundið leigu- bílastaura þar sem hægt væri að panta leigubíl. Eftir nærri tveggja klukkutíma rölt urn hverfið þar sem okkur var synjað um að fá að hringja, fundum við loksins staur og gátum pantað bíl. Þeg- ar leigubílinn birtist sat vinkona okkar enn undir stýri. Við sögðum henni að við værum ekki ennþá búin að finna staðinn og að við værum búin að ganga um allt hverfið þvert | og endilangt en hún þóttist ekkert skilja. Við vissum að það væri Tívolígarður í borginni og til að gera gott úr enn einum ömurlegum degin- um, báðum við hana að keyra okkur í Tívolí. Hún ók af stað og eftir hálftíma akstur vorum við fyrir framan hliðið á garðinum, hún stöðvaði bílinn, leit aftur til okkar og sagði: En það er lokað! Fengum ekki að fara inn á veitingastaðinn Ég varð alveg brjáluð en reyndi að hemja mig. Það virtust engin takmörk fyrir því hvað þessi kona gat verið ósvífin. Við báðum hana vinsamlegast að keyra okkur heim, vitandi hversu erfitt var að fá leigubíl á þessum slóðum. Þegar við vorum komin að hótelinu gaf hún upp verðið á leigubílnum en ég henti í hana u.þ.b. helmingnum af þeirri upp- hæð og þóttist ekkert skilja þeg- ar hún fór að kvarta yfir að fá ekki meira. Hún var búin að fá meira en nóg úr buddunni okk- ar. Við vorum ennþá harðákveð- in í að fara að borða á fínum veit- ingastað. Við vissum af sérstök- urn veitingastað sem var á snún- ingspalli, rétt eins og Perlan og útsýnið þaðan er víst alveg frá- bært. Við mættum prúðbúin og ætluðum loksins að fá almenn- inlega máltíð en þegar við kom- um var okkur sagt að allt væri fullt og ekki hægt að panta borð síðar um kvöldið. Ég var ekki ennþá búin að fá kokkteilinn minn og við ákváðum að mæta á fína veitingastaðinn klukkan fimm næsta dag, til að vera ör- ugg um að fá borð. Þjóninn full- vissaði okkur um að þá fengjum við áreiðanlega borð. Við eydd- um næsta degi í fallegum lysti- garði sem var rétt hjá veitingastaðn- um. Við vorum kornin inn rétt fyrir klukkan fimm og settumst á bar sem var staðsettur á neðstu hæð hússins. Við létum þjóninn vita að við værum að bíða eftir borði á veitingastaðnum. Ég gat ekki fengið uppáhaldskokkteil- inn minn á þessum bar og varð því að bíða enn um sinn eftir draumadrykknum. Þegar klukk- an var orðin fimm stóðum við upp og ætluðum að vera fyrst á veitingastaðinn en þegar við komum að lyftunni sem flutti matargestina á efri hæðina, til- kynnti þjóninn okkur að staður- inn væri orðinn fullur af fólki og öll borð frátekin allt kvöldið. Rétt fyrir klukkan fimm birtust nokkrar rútur af ferðamönnum sem allir höfðu fengið að fara upp á veitingastaðinn en þjón- arnir voru ekkert að spá í að við tvö værum að bíða eftir borði og þeim hafði ekki hugkvæmst að taka eins og eitt borð frá fyrir okkur. Við gengum svöng og pirruð út af staðnum og fundum einhvern skyndibitastað eins og svo oft í þessari ferð. Að lokum fékk ég kokkteilinn rninn í bíó- sal og þurfti að hafa álíka mikið fyrir honum og öðru í ferðinni. Eitt er víst að við getum alls ekki hugsað okkur að fara aftur til Þýskalands. Viðmótið sem við fengum alls staðar var svo fjand- samlegt og allir sem við hittum voru ókurteisir og óliðlegir. Foreldrar mínir tóku á móti okkur á flugvellinum og spurðu hvernig ferðin hefði verið. Við gátum ekki annað en hlegið og sagt að hún hefði verið hræðileg og minnti helst á kvikmyndina: „Plains, Trains and Automobils." Þegar við vorum komin heim og vorum búin að taka upp úr tösk- unum, settumst við fyrir framan sjónvarpið og viti menn. Á skján- um birtist tilkynning um að nú ætti að sýna myndina „Plains, Trains and Automobils“. Það var hinn fullkonmi endir á annars hræðilegri brúðkaupsferð. Lesandi segir Margréti V. Helgadóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur hatt mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lifi þinu? Þér er vel- komið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. IleiiiiilisfangiO er: Vikiin - „Lífsrei nslusajru", Seljavej*ur 2, 101 Reykjavík, Netlanj;: vikan@frodi.is Vikan 59

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.