Vikan - 15.08.2000, Blaðsíða 2
Texti: Steingerður Ste i narsdó11 i r
í leit að fegurð
og Ijótleika
Hildur Jónssdóttir mynd-
lístarkona bregður sér í
hlutuerk garðyrkjumanns
á sýníngu sinni í Galierí
Hlemmur. Hún er ekki að
rækta skrautleg suðræn
blóm, sólvermd í hlýjum
garði heldur er garður
hennar eyðimörk, t.d.
brunahraun með mosa-
bembum. Leit Hildar að
fegurðinni bófst begar
hún var einhverju sinni
stödd heima hjá sér og
var að horfa út um giugg-
ann. Allt í einu fékk hún
bað sterklega á tilfinning-
una að náttúran væri ekki
góð og faileg heldur
hreinlega Ijót og vond. í
stað bess að hrista bessa
tilfinningu af sér ákvað
Hildur að rannsaka nán-
úruna ofan í kjölinn, end-
urmeta hana og athuga
hvort bar væri fegurð að
finna. Hún hóf ferðina
með að velta bví fyrir sér
hvað bað væri sem henni
bættí slæmt í náttúrunni
og svarið var einfalt, bað
reyndust vera skordýr.
2 Vikan
„Ég sá að skordýrin voru út um
allt og ég hafði enga stjórn á
þeim,“ segir Hildur. „Mér var
sagt að skordýrin væru góð og að
þau gerðu gagn svo ég skoðaði
þau og líf þeirra og komst að því
að vissulega voru þau skynug,
gagnleg og mörg mjög falleg.
Samt vildi ég ekki hafa þau ná-
lægt mér og ég vildi vita hvað
gerði það að verkum að ég kærði
mig ekki um þessar verur sem ég
gat ekki dæmt vond. Ég komst að
því að það er bæði vegna þess að
ég hef enga stjórn á þeim og svo
eru þau slímug. En dag nokkurn
uppgötvaði ég nokkuð undar-
legt. Ég sá blóm sem mér fannst
mjög fallegt. Blöð þess voru ljós-
græn og falleg á litinn en blómið
blátt. Blöðin voru slímug og það
loddi við fingurna á mér þegar ég
kom við það og svo sá ég nokk-
uð merkilegt. Skordýr festist í
þessum blöðum og ég horfði á
jurtina melta það. Þannig að
góða náttúran át þá vondu. Ég
vildi gjarnan eiga blómið til að
það æti öll skordýrin úr umhverfi
mínu.“
Biómið sem Hildur talar
um er lyfjagras en hún komst
flj ótt að því að blómið er við-
kvæmt og deyr fljótt þegar
það er tekið úr sínu náttúru-
lega umhverfi. í kjölfar þessa
varð Hildur gagntekin af
þeirri hugmynd að gera sinn
eigin garð og hún valdi sér ís-
lenskt hraun með grámosa og
lággróðri til að gegna því hlut-
verki. Flestar plönturnar sem
hún teiknar eru þó eyðimerkur-
plöntur frá S-Afríku. Hún vildi
leggja beinan og fallegan veg um
garðinn sinn og að því loknu
teiknaði hún kort af honum.
„Ég sá hins vegar fljótt þegar
ég var búin að teikna hann að
vegurinn var ekki eins og ég vildi
hafa hann. Hann var alltof beinn
og fínn. En næst þegar ég kom
var vegurinn horfinn. Garðurinn
var búinn að laga mistök mín,“
segir Hildur.
í einstaklega nákvæmum og
fallegum trélitamyndum skoðar
Hildur garðinn af vísindalegri ná-
kvæmni og hún segir á mynd-
böndum sögu rannsókna sinna
eða ferðarinnar sem hún lagði
upp í með það markmið í huga að
kanna eðli fegurðar og ljótleika
í náttúrunni. Hún segist fljótt
hafa komist að því að það sem við
teljum Ijótt er það alls ekki þeg-
ar betur er að gáð. Þess vegna er
hönd í einni mynda hennar sem
bend-
ir á fegurð nokkurra grárra steina
í urð. Þarna er að finna fegurð
hins smáa og litlausa sem yfirleitt
fer fram hjá okkur vegna hins
sem er meira áberandi og áleit-
ið. Hún vill benda okkur á lífið
sem enginn sér. Ein myndanna á
sýningunni sýnir til að mynda tré
sem felur sig undir steini þar til
það hefur náð nægum þroska þá
ryður það steininum burt og
teygir sig upp í sólina.
Hildur setur sjálfa sig gjarnan
inn í myndverk sfn og segir sögu
hugmyndar og úrvinnslu, það er
hennar leið til að koma list sinni
til skila. Hildur klæðist hvítum
kjól á myndbandinu úr garðinum
þar heldur hún á einum steini
sem hún vill koma fyrir á réttum
stað til að afmarka vegarstæðið
þar sem hún vill leggja veg um
garðinn. Hildur er sömuleiðis
hvítklædd þegar hún rekur fyrir
sýningargestum sögu garðsins.
Hvítt er tákn sakleysis og
kannski vill myndlistarkonan
með því undirstrika það að hún
kemur saklaus og fersk að við-
fangsefninu, tilbúin að skoða og
endurmeta án fyrirfram gefinna
hugmynda eða fordóma.
Hildur hefur nýlokið
mastersnámi við Hochscule
fur bildende Kunste í Ham-
borg þar sem hún er búsett.
Sýningin í Gallerí Hlemmur
er fyrsta einkasýning Hildar.