Vikan


Vikan - 15.08.2000, Blaðsíða 47

Vikan - 15.08.2000, Blaðsíða 47
Þórunn Stefánsdóttir þýddi okkur. Ég tek saman í eldhúsinu meðan þú pakkar niður í töskurn- ar.“ „Ég skal hjálpa þér,“ sagði hún og stóð á fætur. Hann hristi höf- uðið. „Þetta tekur mig ekki nema nokkrar mínútur. Kallaðu í mig þegar þú ert tilbúin. Ég skal bera töskurnar út í bíl.“ Annie gekk hægt upp stigann. Hana langaði ekki til Parísar, í stressið sem fylgdi blaðamanna- fundunum, æfingunum og tón- leikunum. Hérleið henni vel. Svo margt hafði gerst á einum sólar- hring. Hún sá heiminn í allt öðru ljósi. Hér eftir yrði líf hennar aldrei það sama. Hún pakkaði niður, tók til í kringum sig, tók sængurfötin af rúminu og Iét þau í óhreinatauskörfuna. „Ertu tilbúin?" kallaði Marc. „Já, ég er alveg að koma,“ sagði hún og hann hljóp upp til þess að ná í töskurnar. Þegar hún kom út var hann búinn að koma töskunum fyrir í farangursrýminu og stóð og beið eftir henni. „Hvort viltu sitja aftur í eða hjá mér?“ spurði hann stríðnislega. Hún gretti sig framan í hann og settist í framsætið. Þegar hann ók af stað leit hún um öxl og and- varpaði. „Þú átt eftir að koma hingað aftur," sagði Marc. „Þú sérð greinilega ekki bara aftur í tímann," sagði hún stríðn- islega og hann hló. „Ég vona það.“ Annie vildi óska þess að þau gætu átt framtíð saman. En það var svo margt sem gat gerst. Til- finningar þeirra gátu breyst, starf hennar var þannig hún varð oft að vera fjarverandi í langan tíma, hann gæti orðið leiður á því að bíða ... allt mögulegt gat gerst. Hún mátti ekki vera of bjartsýn. Samt lýsti vonin í hjarta hennar eins og ljós í myrkri. Hún hafði aldrei verið svona hamingjusöm. Hana langaði að hlæja hátt og henni fannst hún geta flogið. „Segðu mér meira frá æsku þinni," sagði hún. „Er kalt á vet- urna í Jura?“ „Það getur verið það. Oft snjó- ar vikum saman,“ svaraði hann brosandi. „Við strákarnirelskuð- um sjóinn. Við fórum á skíði og skauta og renndum okkur á sleða. Það var alltaf einhver að brjóta í sér tennurnar og varla leið sú vika að ekki kæmi einhver í skólann með glóðarauga eða brotinn handlegg. Ég gat aldrei skilið þeg- ar foreldrar mínir kvörtuðu und- an snjónum, mér fannst þau al- gjörir gleðispillar." „Mamma þín hefur sennilega verið hrædd um þig.“ „Líklega. Hún lét sér mjög annt um fjölskylduna. Satt að segja komst lítið annað að hjá henni. Hún var líka góður garð- yrkjumaður. Hún ræktaði ekki mikið af blómum, hún vildi frek- ar rækta grænmeti. Hún var mjög sérstök kona.“ „Og hún kenndi þér að elda.“ Hann kinkaði kolli. „Já, þegar tími gafst til, þegar ég var ekki í bófahasar eða að klifra í trjánum með vinum rnínurn." „Var mamma þín góður kokk- ur?“ Já, það var hún svo sannarlega. Hún notaði alltaf ferskt hráefni... og helst vildi hún rækta allt sjálf. Hún var með lítinn matjurta- og ávaxtagarð, hún þurfti sjaldan að kaupa ávexti og grænmeti á markaðnum, jafnvel ekki á vet- urna.“ Annie áttaði ekki á hvað tím- anum leið, hún var svo upptekin af því að hlusta. Það hljómaði eins og hann hefði átt góða æsku og hún brann í skinninu eftir að komast til Jura og líta staðinn eig- in augum. Hún hafði það á tilfinn- ingunni að henni myndi finnast hún vera komin heim þegar hún loksins kæmi þangað. Hún varð óróleg þegar hún sá vegaskilti sem bentu til þess að þau kæmu fljótlega á áfangastað. Þótt Marc hafi fullyrt að enginn myndi sakna hennar gat hún ekki annað en velt því fyrir sér hvort hann hefði haft rangt fyrir sér. Hvað ef Phil og Dí hefðu hringt eða einhver frá franska plötufyr- irtækinu hefði reynt að ná sam- bandi við hana? Hún gat ímynd- að sér uppnámið þegar í ljós hefði komið að hún hefði ekki verið á hótelinu. Hvað ef Marc yrði handtekinn um leið og þau kæmu inn úr dyr- unum? „Marc, þú ættir kannski að hleypa mér út einhvers staðar fjarri hótelinu. Ég get tekið leigu- bíl.“ „Hann leit glettnislega á hana. „Hvers vegna í ósköpunum ætti ég að gera það?“ „Það getur vel verið að lögregl- an bíði okkar á hótelinu." Hann klappaði henni á kinn- ina. „Hafðu engar áhyggjur. All- ir standa í þeirri trú að þú hafir verið í heimsókn hjá vinum þín- um.“ Þau voru komin inn í miðborg- ina. Umferðin var hræðileg og Annie hélt fyrir eyrun til þess að heyra ekki í reiðilegum bílflaut- um og ískrandi bremsum. Hún var fegin að sitja ekki undir stýri. Marc lét sér aftur á móti hvergi bregða eins og hann væri alvan- ur að keyra í þessari brjáluðu um- ferð. Kannski er hann það, hugsaði hún með sér. „Býrðu í París?" Hún hafði ekki hugmynd um hvar hann bjó. Hann hafði sagt henni allt um for- tíðina en lítið um nútíðina. „Ég bý hér á virkum dögum. Á föstudögum fer ég oftast út úr borginni." „Vorum við í húsinu þínu?“ spurði hún hissa. Hún hafði ver- ið viss um að hann hafi leigt það í eina viku eða svo. „Já, svaraði hann. „Ég vildi óska þess að ég gæti búið þar alla daga en það er erfitt þar sem ég vinn oftast langt fram eftir á kvöldin." „Þú hefur enn ekki sagt mér hvað þú gerir.“ „Ég segi þér það seinna,“ sagði hann. Þau óku eftir breiðgötu með dýrum verslunum til beggja handa. Stuttu seinna beygði hann inn í þrengri götu og brátt voru þau komin að hótelinu. Einkenn- isklæddur dyravörður flýtti sér að bflnum, bauð þau velkomin, opn- aði dyrnar fyrir Annie og hjálp- aði henni út. Marc heilsaði honum brosandi og rétti honum bfllyklana. „Viltu vera svo góður að Ieggja bflnum fyrir mig, Jean-Pierre og sjá til þess að farið verði með farangur Mademoiselle Durmont upp í svítuna hennar." Maðurinn kinkaði kolli og brosti glaðlega. „Bien sur, Monsi- eur Pascal." Annie sá sér til undrunar að maðurinn þekkti Marc mjög vel. Marc var greinilega fastagestur á hótelinu, sem var eitt það dýrasta í borginni. Það gaf til kynna að hann ætti nóg af pening- um. Hún hrökk við þegar hún átt- aði sig á því að hún hafði heyrt nafnið Pascal áður. Það hafði komið upp nokkrum sinnum í ný- legum samræðum hennar við Phil og Dí. Marc Pascal var fram- kvæmdastjóri hljómplötufyrir- tækisins sem gaf út plöturnar hennar í Frakklandi. Hún hafði komið til Parísar til þess að borða með Marc! Ifinaiínan JBBk~ Þegar • y vantarvin ö Grænt númer 800 6464 Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.