Vikan - 15.08.2000, Blaðsíða 48
I hvaða stjörnumerki er hann?
Er hann hugrakkur en skapmíkíll,
góðhjartaður en latur eða bolin-
móður en mislyndur? Hér gefur að
líta lista yfir kosti og galla karl-
manna eftir því í hvaða stjörnu-
merki þeír eru.
Ef þú hefur nýlega hitt mann sem
er í krabbamerkinu skaltu gæta
þess að byrja ekki á því að segja
honum öll leyndarmálin þín. Þá
slekkur þú endanlega á öllum
áhuga hans á þér. Hann gæti verið
mislyndur, þessi elska, en hefur
hjarta úr gulli. Gleymdu því að
reyna við hann ef þú ert í nauts-,
tvíbura- eða fiskamerkinu en ef þú
ert Ljónynja, Hrútur eða Vog kemur
annað hljóð í strokkinn. Gangi þér
svo vel að finna rétta gæjann!
= Hrúturinn
•o Það sem gerir hann frábæran:
oo Þessi gaur er hugrakkur, vill
— vera við stjórnvölinn og eltist
^ við það sem hann þráir.
Ókostir: Hann er skrambi skap-
^ mikill.
2 Passar best við: Tvíbura, Bog-
^ mann og Vatnsbera.
^ Passar verst við: Krabba, Meyju
og Sporðdreka.
2 Til að brjóta ísinn: „Sástu leik-
— inn í gær?“
co Það sem slekkur á honum: Ef
^ þú ert of stjórnsöm í rúminu.
œ Næm svæði á líkama hans: Höf-
uð og andlit.
Nautið
Það sem gerir hann frábæran:
Þessi góðhjartaði, áreiðanlegi
gæi verður þér tryggur og trúr.
Ókostir: Hann á það til að vera
latur, þú gætir þurft að draga
hann út á lífið.
Passar best við: Meyju, Stein-
geit og Fiska.
Passar verst við: Ljón, Vog og
Bogmann.
Til að brjóta ísinn: „Gætirðu
hjálpað mér að halda á þessu?"
Það sem slekkur á honum: Ef
þú ert gróf og orðljót.
Næm svæði á líkama hans:
Hálsinn
Tvíburinn
Það sem gerir hann frá-
bæran: Þessi glaði strák-
ur hugsar hratt og finnst
gaman að tala um allt á
milli himins ogjarðar.
Ókostir: Honum hættir
til að vera yfirborðs-
kenndur og leggja mikla
áherslu á útlit.
Passar best við: Hrút,
Ljón og Vog.
Passar verst við: Naut,
Tvíbura og Fiska.
Til að brjóta ísinn: „Hef-
urðu heyrt það nýjasta?"
Tvíburinn elskar kjafta-
sögur.
Það sem slekkur á hon-
um: Ef þú ert of feimin
og þögul og deilir ekki
með honum leyndarmál-
um og tilfinningum þín-
um.
Næm svæði á líkama
hans: Hendur og hand-
leggir.
Krabbi
Það sem gerir hann frá-
bæran: Þessi rómantíski
Rómeó er þolinmóður
og hefur hjarta úr gulli.
Hann nennir meira að
segja að horfa á sann-
sögulegar vellumyndir
með þér!
Ókostir: Hann er mis-
lyndur og þú getur aldrei
vitað hvar þú hefur
hann.
Passar best við: Ljón,
Meyju og Sporðdreka.
Passar verst við: Hrút,
Steingeit og Vatnsbera.
Til að brjóta ísinn:
„Þetta er yndislegt lag,
veistu úr hvaða kvik-
mynd það er?“
Það sem slekkur á hon-
um: Ef þú opinberar öll
leyndarmál þín fyrir
honum í upphafi.
Næm svæði á líkama
hans: Brjóstvöðvarnir.
Ljónið
Það sem gerir hann frábæran: Þessi
bjartsýni krúttmoli hefur góðan
smekk, er óhemju tryggur og það er
frábært að vera í návist hans.
Ókostir: Hann getur verið nokkuð
sjálfhverfur.
Passar best við: Hrút, Ljón og Vog.
Passar verst við: Naut, Meyju og Fiska.
Til að brjóta ísinn: „Veistu að þú ert
sætasti gæinn á staðnum?"
Það sem slekkur á honum: Ef þú málar
þig of mikið eða klæðir þig ósmekk-
lega.
Næm svæði á líkama hans: Bakið.
Nleyjan
Það sem gerir hann frábæran: Þessi
hugsandi gaur er ákveðinn í að ná
markmiðum sínum, m.a. það að finna
sér hina fullkomnu eiginkonu.
Ókostir: Hann á það til að vera svart-
sýnn á stundum.
Passar best við: Naut, Meyju og Sporð-
dreka.
Passar verst við: Ljón, Bogmann og
Vatnsbera.
Til að brjóta ísinn: „Geturðu hjálpað
mér að velja einhvern góðan bjór úr
öllu þessu úrvali?"
Það sem slekkur á honum: Ef þú talar
mikið um fyrrverandi kærasta þína.
Það gerir hann afbrýðisaman.
Næm svæði á líkama hans: Maga-
vöðvarnir.
Uogin
Það sem gerir hann frábæran: Hann er
mikið fyrir fegurð og fína hluti, elskar
að fara út að borða, drekka góð vín og
aka um á flottum bflum. (Gaman fyrir
þig!)
Ókostir: Hann er glórulaus þegar kem-
ur að peningamálum og er ekki hag-
sýnn.
Passar best við: Tvíbura, Ljón og Bog-
mann.
Passar verst við: Hrút, Naut og Sporð-
dreka.
Til að brjóta ísinn: „Ertu búinn að
prófa nýja mexíkóska matsölustað-
inn?“
Það sem slekkur á honum: Ef þú ert
nískupúki eða hefur framtíðaráhyggj-
ur.
Næm svæði á líkama hans: Rassinn.
Sporðdrekinn
Það sem gerir hann
frábæran: Þessi hreini
og beini gaur er alltaf
að hjálpa öðrum. Svo
er hann æðislegur í
rúminu ...
Ókostir: Hann á það
til að vera eigingjarn á
fólk og hluti.
Passar best við:
Krabba, Meyju og
Steingeit.
Passar verst við: Tví-
bura, Sporðdreka og
Vatnsbera.
Til að brjóta ísinn:
„Geturðu sagt mér
fljótförnustu leiðina
héðan til... ?“
Það sem slekkur á
honum: Ef þú ert und-
irförul eða of feimin.
Næm svæði á líkama
hans: Hmmm ... fyrir
neðan mitti og ofan
læri.
Bogmaðurinn
Það sem gerir hann
frábæran: Þessi
ástríðufulli, keppnis-
maður vex aldrei upp
úr því að leika sér,
bæði innan og utan
veggja svefnherbergis-
ins.
Ókostir: Augu hans
flökta á aðrar konur.
Passar best við: Hrút,
Ljón og Vatnsbera.
Passar verst við:
Krabba, Sporðdreka
og Steingeit.
Til að brjóta ísinn:
„Eigum við að veðja
um hvort ég geti sigr-
að þig í keilu?“
Það sem slekkur á
honum: Ef þú lætur
hann ganga of lengi á
eftir þér.
Næm svæði á líkama
hans: Mjaðmir og
læri.
48
Vikan