Vikan


Vikan - 15.08.2000, Blaðsíða 28

Vikan - 15.08.2000, Blaðsíða 28
Svangur og geðillur tollvörður í Karíbahafinu Dæmdi fuglinn okkar Ul dauða Aiiir sem flutt hafa á milli landa vita að bað geta kom- ið upp ails konar vandamál sem hefði mátt koma í veg fyrir með svolítilli forvinnu. Þar sem ég hef búið víða og er með töluverða reynslu af flutningum á milli landa ákuað ég að vera með allt á hreinu hegar ég flutti tímabundið til lítillar eyju í Karíbahafinu. Ég hafði sam- band við lögfræðing á staðnum og spurði hann ráða og f gegnum hann fékk ég húsnæði sem átti að vera til reiðu begar við kæmum. Ónothæf vottorð frá dýra- lækni Svo lögðum við í hann, stór- fjölskyldan sjálf, ég, maður- inn minn, sonur okkar, tengdapabbi, hundurinn og páfagaukurinn. Mér leið ein- staklega vel því ég var með allt á hreinu, húsnæðið var klárt og pappírsvinnan búin vegna flutninganna. Hundur- inn og páfagaukurinn voru með læknisvottorð frá dýra- lækni og voru þau gefin út þennan sama morgun en lög- fræðingurinn ráðlagði mér að hafa þessa pappíra ekki eldri en þriggja daga gamla. Hann ætlaði svo að vera á staðnum þegar við lentum. Flugvélinni seinkaði vegna veðurs og vél- in kom inn til lendingar á eyj- unni rétt rúmum tveimur klukkutímum á eftir áætlun. Flugstöðin var mjög lítil og aðeins einn tollvörður að störfum þar. Hann var greini- lega afar pirraður yfir þess- ari seinkun því það var kom- ið fram yfir venjulegan vinnu- tíma hjá honum. Við réttum honum farangur okkar og sýndum honum öll vottorð og pappíra sem við höfðum meðferðis. Hann rótaði í dót- inu okkar og lét okkur borga 300 dollara toll af tölvu sem við höfðum meðferðis og sagði að þegar við færum aft- ur úr landi fengjum við þetta endurgreitt. Hann leit geðvonskulega á dýrin okkar og sagði að hund- inn yrði að geyma á flugvell- inum yfir nóttina þar til dýra- læknir á staðnum hefði skoð- að hann. Annað væri með fuglinn, hann þyrfti að aflífa. Okkur brá mikið og við ot- uðum aftur að honum nokk- urra klukkutíma gömlu vott- orði frá dýralækni á Miami. Tollvörðurinn brást hinn versti við og sagði okkur að við yrðum að gera okkur Hann leít geðuonsku- lega á dýrin okkar og sagði að hundinn yrði að geyma á flug- uellínum yfír nóttina har til dýralæknir á staðnum hefði skoð- að hann. Annað uæri með fuglinn, hann hyfti að aflífa. grein fyrir því að þetta væri ekki Ameríka og þessir papp- írar væru einskis virði í Karí- bahafinu. Þegar hér var komið sögu voru allir orðnir þreyttir og argir og sonur okkar alveg í rusli yfir fuglinum sem nú beið dauðans. Við spurðum hvort lögfræðingurinn væri ekki á staðnum en tollarinn kannaðist ekkert við hann. Nú var farið að fjúka verulega í manninn minn og hann kall- aði til flugmannsins og sagði að við ætluðum að fara með honum til baka þar sem við værum greinilega ekki vel- komin hingað. Við þetta breyttist allt viðmót tollarans sem sagði að allir væru vel- komnir til eyjunnar, það væri örugglega hægt að kalla út dýralækninn. Hann hringdi í dýralækninn og sagði okkur síðan að við mættum taka hundinn ef við borguðum 40 dollara en fuglinn gætum við ekki fengið. Kannski þyrfti samt ekki að lóga honum. Tollvörðurinn lofaði að gera fuglinum ekkert þar til við kæmum daginn eftir með lög- fræðingnum okkar. Við laum- uðum að honum 20 dollurum svo hann stæði við orð sín. Hann brosti breitt og endur- tók að enginn myndi gera fuglinum mein. Suikull lelgusali Myrkrið var skollið á og við hoppuðum upp í leigubíl sem átti að flytja okkur að húsinu sem við höfðum tekið á leigu. Við vorum orðin dauðþreytt og hlökkuðum til að fá okk- ur að borða og fara svo í bólið. í húsinu reyndist vera fólk sem sagðist hafa komið daginn áður og fengið húsið leigt í mánuð. Þvílíkur mis- skilningur. Hvernig gat þetta gerst? Leigubílstjórinn var sem betur fer ekki farinn og hann bar farangur okkar aft- ur inn í bíl. Hann tjáði okkur að hann þekkti konuna sem ætti húsið og ók okkur heim 28 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.