Vikan - 15.08.2000, Blaðsíða 8
vantar einfaldlega í líkama geð-
hvarfasjúklinga. Það er einnig
afar mikilvægt fyrir fólk með
geðhvörf að lifa reglubundnu lífi,
passa vel upp á svefn og matar-
æði og búa við öryggi í lífinu.
Auðvitað skipta þessir hlutir
alla máli og enginn vill búa við
óöryggi en öryggi skiptir fólk
með geðhvörf enn meira máli.
Eg hlusta til dæmis alltaf á sömu
útvarpsstöðina, fer á sama kaffi-
húsið. fæ sama skápinn þegar ég
fer í sund og þar fram eftir götun-
um. Eg er mjög vanafastur og
geri mér grein fyrir því. Stund-
um gengur vanafestan út í öfgar
og þá verður maður aðeins að
sleppa fram af sér beislinu.“
Hvernig brást fjölskylda þín
við sjúkdómnum?
„Hún brást bara mjög vel við
miðað við aðstæður. Þetta tók
auðvitað mjög á alla og sérstak-
lega bitnuðu veikindi mín illa á
yngri systkinum mínum, því ég
var farinn að gera alls kyns glor-
íur sem ég gerði mér ekki grein
fyrir. Einnig fannst fjölskyldu
minni erfitt að heimsækja mig á
geðdeildina. Það hvíldi viss leynd
yfir þeim heimsóknum og það
mátti enginn vita hvar ég væri.
Eg hef hins vegar alltaf verið
opinskár varðandi sjúkdóminn
og hef t.d. alltaf sagt frá honum
þegar ég sæki um vinnu.“
Heldur þú að það hafi haft nei-
kvæð áhrif?
„Jú, sennilega stundum. En ég
hef ekkert velt mér upp úr því. Ef
ég sótti um vinnu sem ég vissi
að ég hafði hæfileika og getu til
að gegna en fékk ekki hugsaði
ég bara með mér að ég hefði
hvort eð er ekki viljað vinna
þarna!“
Héðinn er enn ókvæntur og
barnlaus. Hefur sjúkdómurinn
haft áhrif á samskipti hans við
hitt kynið?
„Það getur vel verið að hann
hafi hrætt einhverjar í burtu en
sennilega vilja fáar konur viður-
kenna það. En ef samband hef-
ur ekki gengið upp hef ég bara
hugsað um það eins og vinnuna
sem ég ekki fékk, þ.e.a.s. að þessi
kona hafi ekki verið sú rétta fyr-
ir mig. Það er hins vegar mjög
eðlilegt að fólk hræðist það sem
það ekki þekkir og því er aukin
fræðsla um geðraskanir svona
mikilvæg. I dag er ég þó alveg
hættur að hugsa um hvort fólk
hugsar um sjúkdóm minn og ef
ég á að segja alveg eins og er, er
mér alveg sama hvað það hugs-
ar.“
En hvað með barneignir?
Hugsar þú um að barnið þitt gæti
fengið sjúkdóminn þar sem geð-
hvörf eru arfgeng?
„Jú, auðvitað hefur það hvarfl-
að að mér. Ég hef grun um hvað-
an ég fékk minn sjúkdóm og það
var ekki frá foreldrum mínum því
þessi sjúkdómur sleppir yfirleitt
úr tveimur til þremur kynslóð-
um. Það er því ekki líklegt að
börnin mín myndu fá sjúkdóm-
inn.“
Heppinn að hafa geðhvörf
Talið er að um eitt prósent alls
mannkyns þjáist af geðhvörfum.
Verður þú aldrei bitur og hugsar
um hvað þú sért óheppinn að
hafa erft þennan sjúkdóm?
„Nei, aldrei. Ég hugsa frekar
um hvað ég sé rosalega heppinn
að hafa fengið þetta frjóa ímynd-
unarafl, hugmyndauðgi og skap-
andi hæfileika sem fylgja sjúk-
dómnum þótt honum fylgi einnig
Öryggíð mikílvægt
„Ég fæ engar aukaverkanir af
Lithium-lyfinu og það er bara
eins og að bursta tennurnar að
taka það kvölds og morgna. Lit-
hium er efni í líkama fólks sem
lögn á geðdeild að halda, í fyrsta
og eina skiptið, en ég hef ekki
veikst síðan þá.
Þá hafði ég ekki sofið í hálfan
mánuð og var á útopnu út um all-
an bæ í alls kyns verkefnum og
framkvæmdum. Svo var ég orð-
inn ofsóknarbrjálaður og var viss
um að útvarpsstöðvarnar og
sjónvarpið væru að fylgjast með
mér og CIA hleraði íbúðina mína
í gegnum pípulagnirnar í húsinu.
Ég var í læknisfræðinni á þess-
um tíma og fékk m.a. þá hug-
mynd í kollinn að ég ætti að gift-
ast stelpu sem var með mér í tím-
um, jafnvel þótt ég hefði aldrei
talað við hana. Ég hélt að við ætt-
um að fara í límmósínu í brúð-
kaupið og beið óþolinmóður eft-
ir bílnum á meðan við sátum í
tíma í Háskólabíói. Síðan rauk ég
fram á skrifstofu framkvæmda-
stjóra Háskólabíós og krafði
hann svara um af hverju lím-
mósínan væri ekki kominn. Mað-
urinn gat auðvitað engu svarað
og brosti en ég hafði enga eirð í
mér til að bíða eftir svari og rauk
út.
Fólkið í kringum mig lagði því
saman tvo og tvo þegar það varð
vitni að þessari hegðun minni, ég
var greindur með geðhvörf og
fékk Lithium eftir það.“
„í seinni niaiiíunni liai'ði ég ekki sofið í hálf’an niánuð og var á
iito|inn út iiiii allan liæ í alls kyns verkefiiinn og IramkvæiiKl-
uin. Svo var ég orðinn ofsóknarlirjálaður og var viss uin að
litvarpsstiiðvarnar og sjónvarpið væru að lylgjast nieð mér og
CIA hleraði íhiiðina niína í gegmim pípulagnirnar í hósinii."
ofboðslegar sveiflur. Ég man að
þegar ég greindist sögðu lækn-
arnir: „ Þú ert heppinn. Geðhvörf
eru gáfumannasjúkdómur,“ seg-
ir Héðinn og brosir.
„Ég varð að vísu dálítið til-
finningalega flatur af lyfjunum,
gat ekki grátið né skrifað eða ort,
eins og ég gerði áður en ég veikt-
ist, en það kom allt saman aftur.
Ég legg því mikla áherslu á
það að fólk með geðraskanir gef-
ist ekki upp, standi með sjálfu sér,
taki réttar ákvarðanir og fari vel
með sig.
Það er mjög sorglegt að sjá fólk
með geðhvörf sem fer ekki nógu
vel með sig, hættir t.d. lyfjameð-
ferð eða hættir að hitla lækninn
sinn, lenda að óþörfu á byrjun-
arreit aftur.“
Breytt gildismat
Flestir sem hafa veikst alvar-
lega þekkja það að gildismat
þeirra breytist og þar er Héðinn
engin undantekning
„Veraldlegir hlutir skipta
mann miklu minna máli en áður
og heilsan og fjölskyldan verða
mikilvægari en allt annað. Mað-
urinn þarf í raun bara nokkra
hluti til að komast af, þ.e. fæði,
svefn, þak yfir höfuðið og tilfinn-
ingatengsl við aðra. Annað eru
bara tilbúnar neysluþarfir sem
valda oft of miklu álagi og streitu
sem síðan geta valdið almennri
vanlíðan og jafnvel þunglyndi.
Ég upplifði margt í mínum
veikindum og meðal annars lenti
ég í því þegar ég kom út af geð-
deild, skýr í kollinum. og fór mik-
ið út að ganga til að byggja mig
upp að ég gat alls ekki sveiflað
höndunum þegar ég gekk. Það
var dálítið óþægilegt að geta ekki
framkvæmt jafn sjálfsagðan hlut
eins og að sveifla höndunum en
þegar ég hafði verið svona í um
þrjár vikur lagaðist ég og hend-
urnar fóru að sveiflast. Ég get
varla líst því hvernig mér leið.
Það fór um mig einhvers konar
hamingjubylgja og það var eins
og ég hefði unnið í lottói. Það eru
því ekki alltaf stórir hlutir sem
gleðja mann mest heldur líka
hlutir sem maður telur sj álfsagða
þar til maður missir þá,“ segir
Héðinn Unnsteinsson, fræðslu-
fulltrúi hjá Geðhjálp að lokum.
8
Vikan