Vikan


Vikan - 15.08.2000, Blaðsíða 31

Vikan - 15.08.2000, Blaðsíða 31
að máli. Sök hans sannaðist aldrei, en vegna þess að ekki var hægt að sanna neitt af eða á, gat Elísabet ekki gifst honum. Arum saman var hann hennar nánasti vinur og hún úthlutaði honum herbergjum við hlið sinna í Windsorkastala. Aðeins einu sinni reiddist Elísabet Dudley sínum harkalega og það var þeg- ar hann giftist á laun frænku hennar, Lettice Knollys. Þá hafði Elísabet dregið jarlinn á asnaeyr- unum árum saman og hann var orðinn uppgefinn. Líkt og aðrir aðalsmenn þessa tíma taldi hann skyldu sína að eignast erfingja og hjónabandið var eina leiðin til þess. Jarlinn al Essex, veislur og fagur vefnaður Þriðja og síðasta ástin í lífi El- ísabetar var jarlinn af Essex, Ro- bert Deveraux. Erroll Flynn leik- ur Essex af mikilli list í myndinni, Elísabet og Essex, en mótleik- kona hans, Bette Davis, stelur þó senunni gjörsamlega. Elísabet var orðin rígfullorðin þegar Essex kom til og hún virðist hafa kolfallið fyrir honum. Hún leyfði ástinni þó aldrei að ná þeim tök- um á sér að hún léti nokkuð af völdum sínum í hendur ást- manna sinna og þótt ómögulegt sé að fullyrða eitt eða neitt um það hvort meydrottningin var jómfrú verður að líta svo á að þetta hafi verið bráðsnjall póli- tískur leikur. Elísabet gerði sem stjórnmálamaður út á ímynd hreinleikans. Hún svaf alltaf ein, að eigin sögn, og hún marglýsti því yfir að hún væri gift Englandi og gæti ekki tekið annan maka fram yfir það. I huga þjóðar, sem rambaði á barmi borgarastyrjald- ar og átti í stöðugum trúar- bragðadeilum, var þetta stjórn- andi sem mátti treysta. Hún vissi líka sem var að kaþólsku öflin í Evrópu hefðu aldrei sætt sig við að hún giftist mótmælanda og mótmælendakirkjan í hennar eigin landi hefði ekki þolað kaþólskan kóng. En tímar Elísabetar voru áhugaverðir fyrir fleiri hluta sak- ir en flókin stjórn- og ástamál. Hún lifði í vellystingum prakt- uglega og var yfirleitt á ferðalög- sem Nokkrar þeirra lcikkvcnna scm hafa spreytt sig á hlutvcrki nicvdroftningarinnar. um milli aðalsmanna sem tóku á móti henni líkt og hæfði voldug- um þjóðhöfðingja. Þess á milli bjó hún í Windsorkastala eða í Hampton Court höllinni sem faðir hennar byggði og gerði glæsilega úr garði. Hallir þess tíma voru klæddar að innan með glæsilegum góbelínveggtjöldum og púðar og dúkar í stíl voru í stólum og á borðum. Glæsilegir kertastjakar voru notaðir til lýs- inga og málverk héngu á veggj- um. Smámyndir af Elísabetu sjálfri voru vinsælar meðal aðals- manna við hirð hennar og þótti það sýna ást þeirra á drottningu sinni að hafa mynd af henni hangandi uppi á vegg. Stórir og þungir útskornir stólar einkenna þetta tímabil og sömuleiðis mik- il borð með útskornum fótum. Ótal smáhlutir nutu mikilla vin- sælda á þessum tíma, til að mynda var farið að búa til bráð- falleg spil og borðleiki sem hirð- fólkið skemmti sér við. Bréfa- skriftir voru algengar og allir áttu skrautlega og faliega kassa und- ir ritföng. Elísabet og hirð hennar hreyktu sér af því að ólíkt sauðsvörtum almúganum, sem borðaði yfirleitt þrjár máltíðir á dag, var aðeins matast tvisvar á dag í höllinni. En það voru eng- ar smámáltíðir sem þá voru fram bornar og oft tók það um fjórar klukkustundir að ljúka máltíð- inni. Nokkrir af málsverðum El- ísabetar voru skráðir á blað og samkvæmt þeirri skráningu voru fyrst bornar fram kanínur, steikt nautakjöt, kindakjöt, kálfakjöt, álft, gæs, geld- hani, ávextir, búðingur, franskbrauð, öl og vín. Næstu réttir voru yfirleitt alls konar villi- bráð, sú bráð sem náðist á þeim árstíma, og með henni varð að hafa ávaxtatertur, smjör og deig- hjúpaða djúp- steikta ávaxta- eða kjötbita sem kallaðir voru fritters. Að sjálfsögðu var ekki til þess ætlast að drottningin lyki ein öllum þessum mat en aðalskonurnar þjónuðu henni til borðs og sæng- ur máttu bíða þar til hún var mett. Þegar þær höfðu lokið við sinn skammt af veislumatnum fékk svo þjónustufólkið að naga leifarnar. En fyrir þá sem langar að slá upp ögn umfangsminni veislu í stíl Elísabetar fyrstu má benda á að Wellington nautalund (upp- skriftina er að fá í mörgum mat- reiðslubókum) var mjög vinsæll réttur á borðum hennar. Að vísu var nafnið ekki tilkomið þá. (Það kom til á nítjándu öld, ekki bara vegna þess að þetta var mikill uppáhaldsréttur Wellington lá- varðar, sem sigraði Napóleon við Waterloo, heldur fyrst og fremst vegna þess að útlit kjötsins, sem er innbakað í deigi, þótti minna á stígvélatá hershöfðingjans mikla). Með steikinni er kjörið að bera fram smjörsteiktar græn- ar baunir með rauðlauk, hvítlauk og kokkteiltómötum. Grænmet- ið er saltað örlítið og ein msk. af balsamic ediki sett út í. Máltíðina má svo enda með rauðvíns- og púrtvínssoðnum perum. Þá eru perurnar afhýddar og kjarn- hreinsaðar og síðan soðnar í jafnri blöndu af púrtvíni, rauð- víni og sykri. Einni klofinni vanillustöng er stungið með í pottinn. Suðutíminn fer eftir því hversu þroskaðir ávextirnir eru en gæta verður að sér svo þærsjóði ekkií mauk. Að lokum er rifnum Stilton osti blandað sam- an við 1 bolla af mjólk og þeirri blöndu ausið yfir perurnar og inn í kjarnhúsið. Rcttir scin vcl hcfðu gctað verið á horðuni Elísabctar: Wcllington nautalund, snijör- stcikt grænmcti og rauðvíns- og púrtvínssoðnar pcrur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.