Vikan


Vikan - 15.08.2000, Blaðsíða 46

Vikan - 15.08.2000, Blaðsíða 46
Marc, en ég er ákaflega jarðbund- in og á satt að segja erfitt með að láta sannfærast.“ „Það er algjört aukaatriði, Annie. Ég kom með þig hingað til þess að sannfæra þig en nú skipt- ir það ekki lengur máli. Það eina sem skiplir máli er það sem er að gerast á milli okkar núna. Ef til vill er best að gleyma fortíðinni; það auðveldar okkur byrja upp á nýtt. Kannski þú hafir rétt rétt fyrir þér, kannski hef ég óvenju- frjótt ímyndunarafl." Hún hallaði sér að honum og kyssti hann. Marc leit á klukkuna. „Við verðum að að flýta okkur til þess að þú komir ekki of seint í há- degisverðinn með framkvæmda- stjóra franska hljómplötufyrir- tækisins. Þú átt að hitta hann klukkan eitt og eftir matinn bíð- ur eftir þér hópur af ljósmyndur- um.“ Hann fór fram úr rúminu og klæddi sig í slopp. „Um hvað ertu að tala?“ spurði Annie furðu lostin. „Ég veit ekki til þess að ég eigi að hitta einn eða neinn og jafnvel þó svo væri, hvernig í ósköpunum ættir þú vitað það?“ „Blaðafulltrúi fyrirtækisins skipulagði myndatökur og viðtöl við fjölmiðlafólk til þess að kynna tónleikana. Ég sá tilkynninguna sem var send til fjölmiðlanna," svaraði hann. „Hvar sást þú hana?“ spurði Annie. Hann svaraði engu og lok- aði baðdyrunum á eftir sér. Hver er hann eiginlega? spurði hún sjálfa sig. Hverju var hann að leyna? Hann vissi greinilega allt um hana. Hann sagðist ekki vera blaðamaður en hún var sannfærð um að hann ynni á ein- hverjum fjölmiðli. Hvernig gæti hann annars hafa komist yfir fréttatilkynningarnar um tón- leikaferðalagið? Hún fór í sturtu og klæddi sig í fötin sem Phil og Dí vildu að hún klæddist á blaðamannafundum. Það voru samskonar föt og hún klæddist á sviðinu. Hún kom alltaf fram í svörtum gallabuxum, svörtum bol, berfætt eða í íþrótta- skóm. í fyrstu hafði hún keypt fötin í næstu tískuverslun en seinna réði Phil ungan hönnuð til þess að hanna föt, sérstaklega fyrir hana. Þau voru í grundvall- aratriðum eins, en hönnuðurinn græddi á tá og fingri á því að selja ímynd Annie í tískuverslanirnar. í dag fór hún í svartan, stuttan bol og níðþröngar, svartar galla- buxur. Það var kalt úti og hún ákvað að fara í hvíta, þykka peysu yfir bolinn. Marc bankaði þegar hún var að greiða sér. „Ertu tilbúin? Ég er bú inn að leggja á borðið og hita kaffi.“ „Ég á eftir að pakka nið- ur en ég get gert það þegar við erum búin að borða,“ sagði hún og opnaði dyrnar. Hann var klæddur sömu dökku jakkafötunum, skyrtu með bláum og hvítum röndum og með dökkblátt silkibindi. „Þú er falleg,“ sagði hann og brosli til hennar. „Ég hélt að þú klæddist aldrei neinu nema svörtu.“ „Ég þori ekki annað en að vera trú draumaímyndinni hans Phil,“ sagði hún hlæjandi. „Undir peys- unni er ég í pínulitlum, svörtum bol. Ég fer úr peysunni áður en ég hitti fjölmiðlafólkið." Þau fengu sér appelsínusafa og kaffi. Annie trúði ekki sínum eig- in augum þegar hann opnaði ofn- inn og tók út úr honum nýbak- aða snúða. „Bakaðir þú þessa snúða?“ spurði hún undrandi. Hann hló. „Ég hefði getað gert það, mamma kenndi mér að baka, en ég hafði ekki tíma til þess. Ég átti þessa í frystikistunni og stakk þeim í ofninn. Það tek- ur ekki nema nokkrar mínúnur að hita þá upp.“ „Þeir eru góðir,“ sagði Annie og fékk sér bita. „Ég get ekki staðist þá þótt þeir séu örugglega troðfullir af hitaeiningum. Frakk- ar búa til besta mat í heimi.“ „Ég mótmæli því ekki,“ sagði Marc brosandi. „Segðu mér meira frá pabba þfnum. Langaði hann aldrei að flytja til Frakk- lands?“ „Kannski hvarflaði það að honum á sínum tíma. En svo kynntist hann mömmu, fékk gott starf og þau komu sér vel fyrir.“ „Það er auðvitað erfiðara að rífa sig upp með rótum þegar maður er kominn með fjöl- skyldu,“ samþykkti Marc. „Hefur þú aldrei verið giftur?" „Ég hef aldrei hitt réttu konuna." „En þú hlýtur að hafa átt í ástar- samböndum í gegnum tíðina. Hvað ertu annars gam- all?“ Hann leit stríðnislega á hana. „Ég sagði þér það í gær, ertu búin að gleyma því? Ég er þrjátíu og fjögurra ára, tíu árum eldri en þú, Annie. Og jú, auð- vitað hef ég verið í sambandi við konur og ég viðurkenni að ég hef sofið hjá nokkrum þeirra. En það var aldrei neitt alvarlegt, hvorki frá þeirra hálfu né minni. Það er hægt að láta sér líka við einhvern án þess að vera ástfanginn.“ Annie hellti aftur í bollana þeirra. „Ég get ekkert sagt um það. Ég hef aldrei átt í raunveru- legu ástarævintýri. Ég hef ein- göngu farið á stefnumót með poppstjörnum og Phil hefur séð til þess að hlutirnir gengu ekki of langt.“ „Hann hefur svo sannarlega stjórnað þér með harðri hendi,“ sagði Marc hneykslaður. Annie gretti sig. „Ég var svo ung þegar ég kynntist honum að honum fannst hann þurfa að hafa auga með mér og vernda mig. Þess vegna réði hann Díönu til þess að búa hjá mér og fylgja mér hvert fótmál, sérstaklega til þess að byrja með. Hann hefur verið í tónlistarbransanum allt sitt líf, og þekkir freistingarnar sem verða á vegi þeirra sem eru að reyna að koma sér á framfæri. Hann hef- ur haft unga listamenn á sínum snærum sem hafa farið illa á að nota áfengi og eiturlyf. Hann var ákveðinn í því að vernda mig frá öllu slíku og ég er honum þakk- lát fyrir það. Stundum gerði ég uppreisn og skammaði hann fyr- ir að veita mér ekki nógu mikið frjálsræði, en oftast hafði ég of mikið að gera til þess að mega vera að því að ergja mig á því. Og auk þess...“ „Auk þess varstu svolítið hrif- in af honum,“ greip hann fram í. Hún roðnaði. „Ég var hrifin af honum í mörg ár,“ viðurkenndi hún. „Hann var nokkurs konar föðurímynd. Mér þótti alltaf vænna um pabba en mömmu og ég saknaði hans sárlega. Phil er ekkert líkur honum en hann hélt yfir mér verndarhendi og ... já, hann var föðurlegur og ég kunni vel við það. Ég varð sár út í mömmu þegar hún gifti sig aftur stuttu eftir að pabbi dó og ég hataði stjúpa minn. Hann þoldi mig ekki heldur. Honum fannst ég vera til óþæginda, ég minnti hann stöðugt á að hann var ekki fyrsti maðurinn í lífi mömmu. Hann þoldi ekki þegar ég stóð uppi í hárinu á honum og hann notaði það sem afsökun fyrir að leggja hendur á mig. Þegar ég kvartaði undan honum við mömmu sagði hún að ég gæti sjálfri mér um kennt. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá verð ég að viðurkenna að ég var dæmi- gerður táningur og var oft alveg óþolandi." „Þú hefur átt erfiða æsku,“ sagði Marc alvarlegur. „Ömurlega," svaraði hún. „Frá þeirri slundu þegar pabbi dó.“ „Þangað til þú hittir Phil,“ sagði hann hugsi. Hún kinkaði kolli. „Já, hann varð á vegi mínum á rétta augna- blikinu. Guð veit hvað hefði orð- ið um mig annars. Ég hefði lík- lega strokið að heiman, búið í London og endað á götunni. Ég þori varla að hugsa til þess.“ Marc leit á hana og brosti. „Ég þarf sem sagt ekki að vera af- brýðisamur út í Phil,“ sagði hann. „Hún hló. „Nei, þú hefur enga ástæðu til þess.“ Hann leit á klukkuna og spratt á fætur. „Við verðum að drífa 46 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.