Vikan - 15.08.2000, Blaðsíða 63
Mamman
Spá Vikunnar
Hrúturinn
21. mars ■ 20. apríl
Það verður mikið um að vera í félagslífinu
hjá þér á næstunni og þú verður í fínu
formi. Ef þú ætlar að taka þér tak á ein-
hvern hátt er þetta rétti tíminn. Öll ákvarðanataka þín
þessa viku mun standast og þér mun ganga vel að
halda áætlanir.
Tvíburinn
22. maí • 21. júní
Ferðalög og flutningar verða ofarlega á
baugi það sem eftir er mánaðarins. Farðu
varlega í umferðinni, þér hættir til að vera
svolítið utangátta þessa dagana.
Krabbinn
22. júní - 23. júlí
Fjármálin eru eitthvað að plaga þig núna og
þér finnst þú vera í miklum kröggum og
búin(n) að offjárfesta. Lánaðu engum og
passaðu vel upp á útgjaldahliðina, því miður hefur þú
ekki efni á að gera allt sem þú vilt.
Ljónið
24. júlí • 23. ágúst
Einhver karlmaður í lífi þínu er þér mjög
hugleikinn og stjórnar þér óbeint þessa
viku. Hann gæti hugsanlega gert þér Ijótan
grikk eða fært þér fréttir sem þér bregður við að heyra.
Láttu ekki aðra stjórna lífi þínu um of.
24. ágúst • 23. september
Það er allt brjálað í vinnunni eða um það bil
að verða það og þungar byrðar eru settar á
herðar þér. Reyndu að harka af þér þessa
viku, þetta lagast eftir því sem nálgast mánaðamótin.
24. september - 23. október
Farðu vel með heilsuna þessa viku og búðu
þig undir átök. Það lítur ekki út fyrir mikið
annríki eða stress á næstunni en þú ert
þreytt(ur) og verður að vera tilbúin(n) þegar
tilfinningaflæði næstu viku skellur á þér.
Nautið
21. apríl - 21. maí
Þú verður að láta vinnuna ganga fyrir á
næstunni. Það er einhver skjálfti á vinnu-
staðnum og það mun bitna á þér ef þú tekur
ekki á málinu. Aðstæðurnar þar munu batna þegar líður
nær mánaðamótum.
áb
Bogmaðurinn
23. nóvember - 21. desember
Farðu varlega, bogmanninum er hætt við
áföllum þessa viku, sérstaklega líkamleg-
um áföllum. Þú munt njóta sannmælis og
heiðarleika annarra og verða mjög var (vör)
viðþað.
Steingeitin
22. desember - 20. janúar
Þér munu bjóðast einhver verkefni eða
vinna sem gefur þér aukna tekjumöguleika
í þessari eða næstu viku. Vertu opin(n) fyrir
heimavinnu, því það er að birta mjög til í at-
vinnumálum þínum.
einlæglega
Vatnsberinn
21. janúar - 19. febrúar
Nú er kominn tími til að þú gerir hreint fyrir
þínum dyrum. Kannski veður þú í villu í ein-
hverju máli og þarft að komast að hinu
sanna með því að ræða málin opinskátt og
Fiskarnir
20. febrúar - 20. mars
Þú færð viðurkenningu í vinnunni fyrir störf
sem þú ert alltaf að vinna og munt halda
. áfram að vinna á sama hátt. Þú ert á gífur-
legu flugi á framabrautinni og þetta er rétt
flugtakið! Þinn tími er að koma í öllum skilningi.
*
Sporðdrekinn
24. október - 22. nóvember
Þú ert að læra að taka tillit til annarra og þú
munt sjá árangurinn f þessari viku. Einhver
sem þú bjóst síst við mun hrósa þér upp í
hástert. Þú átt von á fleiri óvæntum uppá-
komum - mjög þægilegum.
03 591 288