Vikan


Vikan - 15.08.2000, Blaðsíða 23

Vikan - 15.08.2000, Blaðsíða 23
Yul Bryiiner og Joanne Woodward uðust saman eina dótt- ur sem þau elskuðu bæði umfram allt og William kallaði Jill dótt- ur sína hjartans elskuna, sama heiti og hann hafði áður gefið að- alsöguhetju The Sound and the Fury. Gerði sjálfur upp stórhýsi Til að geta séð fjölskyldunni farborða hélt William til Hollywood þar sem hann gerð- ist handritshöfundur hjá stóru kvikmyndaverunum. Hann drakk sífellt meira en fékk ávallt eitthvað að gera einfaldlega vegna þess að hann var snilldar- rithöfundur. Hann sagði sjálfur að það eina sem hefði komið honum í gegnum daginn við vinnu sína í kvikmyndaverunum hefði verið að söngla stöðugt í huganum: „Þeir borga mér á laugardaginn, þeir borga mér á laugardaginn." Meðal kvik- mynda sem hann átti þátt í að skrifa handrit að voru Svefninn langi með Humphrey Bogart, (The Big Sleep), Gunga Din með Cary Grant og Don Juan með Errol Flynn. Hann kynntist Metu Carpenter og átti í ástarsambandi við hana í fimmtán ár. Hún var fegurðar- dís frá Mississippi og sagðist síð- ar hafa hjálpað honum til að skapa sín eigin Suðurríki í Hollywood. Faulkner keypti handa fjölskyldunni gamalt stórhýsi í Suðurríkjastíl árið 1930. Húsið var í niðurníðslu og hann ætl- aði sjálfur að vinna að endurbótunum að mestu, enda aurar að jafnaði af skornum skammti í buddu hans. Húsið er furðanlega vel uppgert miðað við það að hann hafði enga reynslu af smiðsstörfum en í því er þó enga fullkomlega horn- rétta veggi að finna. Faulkner kallaði húsið Rowan Oak og fann upp á ýmsu til að fullkomna það, meðal annars taldi hann gestum, einkum börnum sem komu í heimsókn, trú um að það væri draugur í húsinu. Þar svifi um stofurnar andi Judithar Shegog sem var af ætt þeirri sem lengst af átti húsið. Judith væri að mestu meinlaus en hún ætti þó til að spila draugalega tónlist á píanó- ið um miðjar nætur. Gestir urðu oft fyrir því að heyra tónlist Mci) dottur sinni J sem hann kallaði hjartans elskuna s kom út að menn voru á einu máli um að William Faulkner væri á réttri leið. Þá hafði hann skapað eigin heim byggðan á Suðurríkj- unum sínum ástsælu og hershöfð- inginn gamli, afi hans, var fyrir- mynd einnar áhugaverðustu per- sóna bókarinnar, Johns Sartoris, hershöfðingja. Fjórða bókin, The Sound and the Fury, er almennt talið eitt helsta meistaraverk hans. Hún kom út árið 1929 en seldist ekki vel þrátt fyrir mikla hrifningu gagnrýnenda. William var stöðugt blankur og því miður hafði hann tekið upp svipað lífs- mynstur og faðir hans. Hann vann sleitulaust að bók mánuð- um saman en um leið og hann lauk henni fór hann á fyllerí sem entist vikum saman. Estelle, æskuástin hans, skildi við mann sinn um þetta leyti og sneri aftur til Oxford til þess að taka saman við William. Faulkner var sjálfur ekki viss um að samband þeirra myndi ganga en gekk samt að eiga hana og fljótlega kom í ljós að efasemdir hans voru á rökum reistar. Estelle var alkóhólisti líka og drakk jafnvel enn verr en Faulkner. Vonbrigði hennar þeg- ar hjónabandið varð ekki sú sæla sem hún bjóst við voru mikil og leiddu til þess að hún drakk enn meira. William einangraði sig í eigin heimi fmyndunar og skrifa og snyrti sig oft ekki dögum sam- an. Estelle var ævinlega vel til- höfð og snyrtileg eins og uppeldi hennar bauð og sóðaskapur hans gekk henni að hjarta. Þau eign- hennar en það var ekki fyrr en vinir Jill voru orðnir fullorðnir að Faulkner fékkst til að játa að hann hefði verið valdur að tón- listinni dularfullu. Árið 1949 fékk Faulkner nóbelsverðlaun fyrir bókmennt- ir og það var í fyrsta skipti sem hann fékk einhverja peninga að ráði fyrir skrif sín. I flugvélinni á leið til Stokkhólms samdi hann ræðuna sína og þegar hann stóð frammi fyrir áhorfendum í há- tíðasalnum í sænsku konungs- höllinni talaði hann svo lágt að varla heyrðist til hans. „Eg trúi því,“ sagði hann, „að maðurinn muni ekki bara þrauka heldur halda velli. Hann er eilífur, ekki vegna þess að hann er eina ver- an sem gefin var rödd og er óþreytandi að tjá sig heldur vegna þess að hann hefur sál og anda sem er fær um að sýna sam- líðan, fórnfýsi og þolgæði.“ I móttökunni hjá sendiherra Bandaríkjanna um kvöldið varð hann hins vegar svo drukkinn að hann týndi verðlaunapeningnum sínum. Hann fannst þó daginn eftir ofan í blómapotti. Skömmu seinna vann hann svo Pulitzerverðlaunin fyrir bók sína The Fable og árið 1963 voru hon- um veitt önnur Pulitzerverðlaun fyrir The Reivers. Faulkner var þá nýlátinn en hann dó 6. júlí árið 1962. Síðustu dagar hans voru honum erfiðir, hann var stöðugt þjáður af verkjum vegna ótal slæmra bylta sem hann hafði hlotið þegar hann datt fullur af hesti sínum. Verkirnir juku á drykkjuskapinn en lokst tókst vinum hans að fá hann til að leggjast inn á heilsuhæli þar sem hann hafði oft dvalið til að þurrka sig upp tíma- bundið. Daginn eftir að hann fór á hælið dó hann af hjartaáfalli. Vikan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.