Vikan


Vikan - 15.08.2000, Blaðsíða 59

Vikan - 15.08.2000, Blaðsíða 59
r^Fíiíi ÍFTiUTfil HFH hreinskilni frá hversu ömur- legt ástandið væri á heimili mínu. Það var ákveðinn létt- ir. Ég fór til hans aftur og aft- ur og ég var farin að hlakka til að hitta hann því eftir viðtöl- in leið mér svo miklu betur en áður. Kvöld nokkurt átti ég viðtal við prestinn en Egill var á móti því að ég færi. Hann skammaði mig fyrir að sinna sér og heimilinu illa og ásakaði mig um framhjá- hald. Mér sárnaði illa og svar- aði honum því fullum hálsi. Ég minnti hann á að oft sæist hann ekki fyrr en undir morg- un um helgar og ég vissi ekk- ert um það hvar hann hefði verið þegar hann kæmi. Hann hreytti því þá í mig að hann hefði oft eytt nóttinni með öðrum konum og þætti það sjálfsagt því hann væri giftur konu sem væri svo fúl að eng- inn gæti þolað hana. Ákváðu að skilia tíma- bundið Ég fór í viðtalið niðurbrot- in og grátandi. Presturinn tók á móti mér af sinni venjulegu hlýju og tók utan axlirnar á mér. Aður en ég vissi af hafði ég kastað mér hágrátandi í fangið á honum. Hann faðm- aði mig og fór að láta vel að mér og í einhverri örvæntingu og vitleysu svaraði ég í sömu mynt. Þessar gælur enduðu á þann hátt sem þær hafa gert hjá karli og konu frá dögum Adams og Evu en á leiðinni heim helltist vonleysið og vanlíðanin yfir mig. Ég sársá eftir öllu saman og vissi að ég vildi aldrei sjá þennan mann framar. Egill beið mín heima og hann varjafnmiðursín og ég. Við ræddum í fyrsta skipti málin í bróðerni þetta kvöld og hann viðurkenndi að við yrðum að breyta lífi okkar. Hann ákvað að fara í meðferð en ég ætlaði að flytja suður til pabba og mömmu. Þegar hann væri búinn að ná sér á strik ætluðum við að sjá til hvernig okkur gengi að ná saman aftur. Egill komst að á Vogi nokkru seinna en ég varð eft- ir til að ganga frá eigum okk- ar. Presturinn hringdi í mig aftur og aftur áður en ég fór og bað mig að hitta sig. Ég neitaði alltaf en þegar hann sagðist verða að tala við mig lét ég undan og fór. Þegar ég kom upp í kirkju til hans beið hann þar skjálfandi á beinun- um og spurði hvort ég hyggð- ist segja frá því sem gerðist á milli okkar. Ég neitaði því en sagði honum að ég teldi að hann ætti að vera maður til að segja konunni sinni þetta sjálfur. Þá spurði hann hvort Egill vissi þetta og ég játaði því. Egill væri að fara í með- ferð, við ætluðum að reyna að byrja nýtt líf frá grunni og það væri ekki hægt að byggja á lygi. Hann var miður sín og hálfskælandi af ótta yfir því að Egill segði einhverjum frá og upp um hann kæmist og Hann faðmaði mig og fór að láta vel að mér og í einhuerri örvæntingu og vit- ieysu svaraði ég í sömu mynt. mér fannst lítið til hans koma þegar ég fór. Það var erfitt að flytja inn á foreldra sína með þrjú lítil börn en mamma og pabbi tóku mér mjög vel. Þau studdu vel við bakið á mér þegar ég var að koma mér fyr- ir í borginni og þegar Egill kom úr meðferð útvegaði pabbi honum vinnu. Við bjuggum ekki saman fyrsta árið eftir að Egill hætti að drekka en notuðum þann tíma til að kynnast upp á nýtt og endurmeta samband okk- ar. Síðan þetta var eru liðin nokkur ár. Við hjónin höfum aldrei verið ánægðari með líf- ið en nú. Þessi erfiða reynsla á fyrstu árum hjónabandsins kenndi okkur margt, meðal annars það að meta hvort annað og reyna að vera hvort öðru góð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.