Vikan


Vikan - 15.08.2000, Blaðsíða 4

Vikan - 15.08.2000, Blaðsíða 4
Kæri lesandi ^Éumri er aðeins tekið að halla og farið að . rökkva á kvöldin. Hér sunnanlands hefur þetta verið óvenjulegt og gott sumar og reyndar má segja það sama fyrir norðan, þótt þar brynnu tún í ár vegna þurrka. Pað er auðvitað alltafhœgt að kvarta efmenn vilja og ennþá gildir máltœkið að enginn sé búmaður nema hann kunni að berja sér. Sunnanmenn geta svo sem ekki kvartað undan brunnum túnum, en einn sunnlenskan smið heyrði ég Að njota sumarsins kvarta undan því að þessi blíða vœri alveg að fara með hann, það vœri ekki lengur hœgt að fá bolta og rœr sem passi í pallasmíði, slíkt vœri allt löngu uppselt á landinu! Eftir jafn harðan vetur og þann síðasta veitti sunnlend- ingum ekki afgóðu sumri og það er alveg öruggt mál að margur maðurinn hefur náð að lilaða batteríin vel í þessari góðu tíð sem verið hefur. Landinn heldur inn í veturinn endurnœrður á sál og líkama og tilbúinn að takast á við það sem koma skal þótt allir voni að sjálfsögðu að ófœrðin verði ekki jafn mikil og síðast. En sumarið er alls ekki búið. Enn er vel hœgt að njóta góðra daga og sjaldan er jafn fallegt á íslandi og síðsumars eða á haustin, þegar náttúran skartar enn þykkum gróðri og síðan fögrum litum hvar sem auga er litið. Nú er um að gera að skipu- leggja tímann sinn sem best og njóta dreggja sumarsins. Pað er til dœmis tilvalið að skipuleggja berjaferð og borða ný ogfersk ber meðan þau er að fá og síðan má frysta af- ganginn til að nota með eftir- réttinum á jólunum eða bara hvencer sem er. Pað er líka nauðsynlegt að ákveða stutta haustlitaferð og nota þá tœki- fœrið að tína nokkur falleg lauftil að pressa og þurrka, þau má síðan nota til að gera falleg kort eða skreyta annað skemmtilegt með þeim. Pá er ekki úr vegi að fá sér skemmtilega lugt til að hafa framan við húsið svo hœgt sé að kveikja lifandi Ijós þegar gesti ber að garði á síðsumar- kvöldi eða að kveikja á litikerti á skjólsælum stað. En hvernig sem allt veltist,- njótið þessara sumardaga sem eftir eru. Ein leiðin til þess er að setjast út í sólstofuna sína, á svalirnar eða við gluggann í stofunni og lesa Vikuna sem er full afgóðu lesefni að vanda. Meðal efnisins er að finna tvö vönduð viðtöl, tvœr sannar lífsreynslusögur Islendinga, margar frœðandi greinar um menn og málefni og skemmti- legar frásagnir afýmsum toga. Flettu og þú muntfinna eitt- hvað við þitt hœfi. Njóttu Vikunnar! Jóhanna Harðardóttir, ritstjóri og Pfaff i iuli Jóhanna Guðbjartsdóttir, Hjálmholti 4, 105 Reykjavík Ritstjórar: Jóhanna G. Harðardóttir og Hrund Hauksdóttir, vikan@frodi.is. Útgefandi: Fróði hf. Seljavegi 2, sími: 515 5500 fax: 515 5599. Stjórnarformaður: Magnús Hreggviðsson. Aðalritstjóri: Steinar J. Lúðvíksson, simi: 515 5515. Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir, sími: 515 5512. Blaðamenn: Steingerður Steinarsdóttir, Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, Guðriður Haraldsdóttir og Margrét V. Helgadóttir. Auglýsingastjórar: Ingunn B. Sigurjónsdóttir og Sigríður Sigurjónsdóttir vikanaugl@frodi.is. Grafiskur hönnuður: Guðmundur Ragnar Steingrimsson. Verð i lausasölu 459 kr. Verð í áskrift ef greitt er með greiðslukorti 344 kr. á eintak. Ef greitt er með giróseðli 390 kr. á eintak. Litgreining og myndvinnsla: Fróði hf. Unnið i Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. Áskriftarsími: 515 5555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.