Vikan


Vikan - 15.08.2000, Blaðsíða 50

Vikan - 15.08.2000, Blaðsíða 50
mm Leysir vandann Kæra Sigríður Ég ætla að kalla mig Andreu því að mér finnst það svo fallegt nafn. Ég sendi þér fæðingardag minn og ár en ég vil ekki að þú birtir hann í Vikunni. Ég hef verið fráskilin í ein- hvern tíma og eignuðumst við hjónin tvö yndisleg börn. Ég hef ekki verið í hugleiðing- um um hitt kynið, hef bara verið með börnum mínum og þótt það nóg. En fyrir stuttu hitti ég gamlan vin og er nú einhver rómantík í gangi. Við höfum mjög mikinn áhuga á því að k^nnast og hefja sam- band. Eg ætti kannski að segja eitthvað um hann. Hann er rúmlega tíu árum eldri en ég sem er mjög gott og á tvö börn úr fyrra hjónabandi. Okkur og börnum okkar kemur mjög vel saman og er ekkert vandamál þar. En ég er dauðhrædd. Mér finnst ég ekki geta verið með honum ein en ég hef mjög mikinn áhuga á honum og ég get séð okkur saman í framtíðinni. Ég veit að það kemur að því að við sofum saman en það er ég hræddust við. Mér finnst líkaminn minn alveg hræði- legur því að ég slitnaði tölu- vert þegar ég gekk með börn- in mín og er ekki ennþá búin að j afna mig. Ég er svo hrædd um að ég myndi standa mig mjög illa ef að við svæfum saman. Svo er ég líka nokkrum kílóum of þung en í raun er það ekki vandamál- ið. Ég get bara ekki hugsað mér að afklæðast fyrir fram- an hann og leyfa honum að sjá hvernig ég er án fatnaðar. Eg þori ekki einu sinni að kyssa hann. Mér líður eins og ég kunni það ekki en í raun er ekkert að kunna, þetta á að koma af sjálfu sér, ekki satt? Ég hef komið til þín í lest- ur og hingað til hefur þú gef- ið mér góð ráð. En nú er ég ráðþrota og bið þig, kæra Sig- ríður, að gefa mér eitthvað sniðugt ráð til að komast yfir þessa hræðslu mína. Kœr kveðja, Andrea Elsku flndrea Ég hef það á tilfinningunni að þú hafir aldrei haft mjög mikinn áhuga á kynlífi. Og maðurinn þinn fyrrverandi hefur líklega ekki hjálpað þér neitt sérstaklega í því. Ég les það á milli línanna að þú er mjög góð móðir og ert mikið fyrir heimilið. Þú ert að mörgu leyti gamaldags og vilt hafa súrmjólk í hádeginu og cheerios á kvöldin. Það sem þú ert aðallega hrædd við er kynlífið. Það er alveg sama hversu vel við lít- um út þá virðumst við alltaf gagnrýna okkur sjálf. Það er rosalega mikilvægt að hafa ekki áhyggjur af útlitinu því að ef að við höfum það þá fara aðrir að hafa það líka. Ég hef gengið í gegnum tvo keis- araskurði og er því með magasvuntu. Reyndar eru all- ir sem ég þekki með áhyggj- ur yfir einhverju á líkaman- um. Við þurfum að læra á lík- ama okkar til þess að geta kennt karlmönnum hvað við viljum. Ég er 100 kíló og finnst ég vera rosalega sexí. Það skiptir engu máli hvern- ig við lítum út því að við verð- um að vera númer eitt, tvö og þrjú og elska okkur sjálf. Það er rétt hjá þér að þetta eigi að koma af sjálfu sér og ég er viss um að karlinn er miklu hræddari en þú. Þeir eiga oft við miklu fleiri vandamál að stríða en við. En ég segi láttu vaða og slakaðu á, mér finnst þessi maður vera þess virði til að gefa honum tækifæri. Við erum það sem við hugs- um. Þín Sigga Kling p.s. Ég vil benda lesend- um á að það er hægt að senda mér tölvupóst, net- fangið er siggakling@media.is. Farið verður með öll svör sem trúnaðarmál. 50 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.