Vikan - 29.08.2000, Page 8
Lyfin auka lífsmöguleika
Hún tók fljótlega þá ákvörð-
un að hræðast ekki sjúkdóm-
inn heldur að takast á við hann
og læra að lifa með honum. „Ég
hef lesið mér heilmikið til í nær-
ingar- og sálfræði og ég passa
alltaf að vera í góðu sambandi
við lækninn minn. Ég hef alltaf
borið þá von í brjósti að lækn-
ing fyndist við HlV-smiti og al-
næmi. Ég sagði sjálfri mér að
það væru margir aðrir sjúkdóm-
ar sem væru miklu verri. Ég
hugsa um þetta á hverjum degi
en hef aldrei fallið niður í
langvarandi vonleysi, heldur
ætlað að sigrast á þessu og ég
hef aldrei óttast að deyja. En
auðvitað hef ég átt mínar slæmu
stundir.“
Dagbjört hóf að taka lyfin
sem halda HlV-veirunni í skefj-
um skömmu eftir að þau komu
á markað hérlendis fyrir
nokkrum árum og gengið vel.
„Ég hef haft litlar aukaverkan-
ir af lyfjunum. Ég tek um 20
töflur á dag en bráðlega koma
á markaðinn töflur sem eru
bæði minni og maður þarf að-
eins að taka eina töflu kvölds og
morgna. I dag
mælist veiran
ekki í blóðinu
hjáméren efég
hætti að taka
lyfin þá gæti hún
aftur orðið mæl
anleg.“
Hún segir að
lyfin breyti
auðvitað
heilmiklu
hvað varðar
lífsmögu-
leika
hennar og að nú geti hún átt eft-
ir að lifa miklu lengur en árin tíu
sem læknirinn gaf henni við
greiningu veirunnar. „Líkam-
lega finn ég ekkert fyrir HIV-
smitinu, ég er í góðu formi og
verð ekki oftar veikari en hver
annar. Ég finn mest fyrir því
andlega og félagslega að vera
smituð. Félagslega heftingin er
þónokkur. Mér finnst ég oft
milli steins og sleggju. Mér leið-
ist þetta laumuspil með sjúk-
dóminn og ég vona að einn dag-
inn geti ég komið úr felum með
hann. Þá á ég ekki við að koma
í játningarviðtal undir nafni og
mynd í einhverju tímariti held-
ur að ég geti talað um hann sem
hluta af mínu lífi og að geta deilt
reynslu minni með þeim sem
mig langar til. Mér finnst t.d.
leiðinlegt að geta ekki tekið
þátt í umræðum í hópi um HIV
og alnæmi sem smituð mann-
eskja. Ég vildi geta frætt fólk
og sagt því að það sé líka bara
venjulegt fólk eins og ég sem
smitast, ekki bara samkyn-
hneigðir og fíkniefnaneytendur.
En eins og staðan er í dag finnst
mér það ekki skynsamlegt og
held að félagslegu hömlurnar
myndu aukast.
Hlir-smitið stendur í
vegi fyrir ástinni
HIV- smitið er heil-
samböndum
við ósmit-
mikill Þrándur í götu
þegar kemur að
ástinni og nánum
samskiptum við
hitt kynið.
„Hvað varðar
hitt kynið þá
lifi ég ekki
eðlilegu lífi í
dag. Ég hef
verið föstum
aða menn en aldrei lengi. Fyrst
fannst mér ég ekki nógu góð
fyrir neinn vegna smitsins og
var því með mönnum sem voru
mér ekki samboðnir ef ég get
orðað það svo. Ég hélt bara að
ég gæti ekki gert betur vegna
HlV-smitsins. Þeir voru alveg
sáttir við smitið en ég var ekki
sátt við þá.
Svo kynntist ég manni sem ég
varð rosalega ástfangin af og sú
tilfinning var gagnkvæm. Hann
var fráskilinn og átti tvö börn,
ósmitaður og í ágætri stöðu. Við
kynntumst í gegnum sameig-
inlegan kunningja og hann vissi
frá upphafi að ég væri smituð.
Við fórum á nokkur stefnumót
og hann sagði mér að hvaða hug
hann bæri til mín. Ég var auð-
vitað mjög spennt eins og ást-
fangið fólk er oftast og sveiflað-
ist á milli þess að vera afskap-
lega hamingjusöm og afar döp-
ur. Ég var döpur því ég vissi
ekki hvort hann gæti höndlað
að vera með HlV-smitaðri
konu.
Hann sagði í byrjun að smit-
ið breytti engu um tilfinningar
hans. Hann aflaði sér upplýs-
inga um veiruna og talaði með-
al annars við lækninn minn, sem
sagði honum að það væri óhætt
að stunda kynlíf með mér ef við
gættum þess að nota alltaf
smokkinn.
Hótaði að skjóta sig
Næstu vikur voru yndislegar
og ég trúði því varla að mér
hefði hlotnast svo mikil ham-
ingja, enda kom það á daginn
að þetta var of gott til að vera
satt. Þegar á leið varð hann sí-
fellt óttaslegnari um að smitast
og sagði oft að ef það gerðist
þá myndi hann skjóta sig í höf-
uðið. Fjölskyldan hans gat held-
ur ekki sætt sig við að hann væri
með HIV- smitaðri konu og
gerði allt til þess að stía okkur
í sundur. Hún hótaði meðal
annars að slíta allt samband við
hann og hann fengi ekki að um-
gangast börnin sín. Hann sleit
því sambandinu.
Þarna fann ég í fyrsta sinn
hvað smitið hefti möguleika
mína á að kynnast ástinni.
Dagbjört segir að eftir höfn-
unina hafi hún aldrei gefið nein-
um manni færi á að kynnast sér
því hún verði að vernda sjálfa
sig gegn þeim sáru tilfinning-
um sem höfnun hefur í för með
sér. „Ég trúi því að ég finni ást-
ina og geti stofnað fjölskyldu,
en það verður ekki með ósmit-
uðum manni og því tekur það ef
til vill lengri tíma en ef ég væri
ósmituð. Mér fyndist auðvitað
ákjósanlegast ef lífsförunautur
minn væri íslenskur en ég sé
ekki fram á að hann verði það,
þar sem ég þekki enga íslenska
HlV-smitaða, gagnkynhneigða
karlmenn þó ég viti að þeir séu
einhvers staðar þarna úti. í
gegnum netið hef ég hins veg-
ar komist í kynni við bæði menn
og konur sem eru smituð,
venjulegt fólk sem lifir venju-
legu lífi og það hefur hjálpað
mér mikið að geta talað við það
á spjallrásum um lífið og tilver-
una með smitinu. Ef til vill mun
ég kynnast lífsförunaut mínum
í gegnum netið, það er ekki svo
fjarlægt," segir hún brosandi.
Hvað barneiginir varðar seg-
ist hún vissulega hafa velt þeim
fyrir sér. „Móðir getur smitað
fóstur en ég veit um HlV-smit-
aðar konur sem átt hafa heil-
brigð börn. Líkurnar á því að
eignast heilbrigt barn eru meiri
ef konan er á lyfjum. Það er
ekki enn vitað af hverju sum
börn smitast og sum ekki en vís-
indum fleygir fram og ég verð
bara að sjá hverju fram vindur.
Mig langar að verða mamma og
eignast eigin fjölskyldu.
En hvað vill Dagbjört segja
ungum konum? Ég vil segja
þeim að taka ábyrgð á sjálfum
sér og nota alltaf smokkinn við
samfarir ef þær eru ekki í
langvarandi föstu sambandi.
Mér finnst eins og margar kon-
ur séu feimnar við að biðja
rekkjunaut sinn um að nota
verjur. Þær óttast að mönnum
finnist þær vera með kreddu-
skap eða að þær treysti þeim
ekki. Þær eru hræddar við að
verða dæmdar. Konur verða að
standa með sjálfum sér eins og
reyndar allir. Lífshlaup þeirra
getur oltið á því.“