Vikan


Vikan - 29.08.2000, Page 15

Vikan - 29.08.2000, Page 15
FRIÐUR OG RÚ Börn og fullorðnir hafa misjafnar skoðanir á því hvað felst í friði og ró. Barnið þarf frið til við lær- dóminn. Börn að 10-11 ára aldri vilja helst læra nálægt einhverjum fullorðnum þeg- ar þau eru að læra heima. Ef barnið lærir t.d. við eldhús- borðið getur þú aðstoðað það á meðan þú sýslar í eldhúsinu. Yngri systkini mega hins veg- ar ekki trufla barnið og út- varpið má ekki vera hátt stillt í nálægð við litla nemandann. Einnig er gott og jákvætt að eldri systkini nemandans hjálpi honum við lærdóminn. Námið ætti alltaf að hafa for- gang þegar heim er komið úr skólanum. Það ættu vinirnir líka að vita og því er ekkert athugavert við það að segja þeim að koma síðar ef barn- ið situr við lærdóminn. Til að heimanámið skili ár- angri þarf að koma góðri reglu á það. Verkefni barns- ins eru alveg jafn merkileg og annarra á heimilinu og eiga því ekki að sitja á hakanum. Best er að taka frá fastan tíma til að sinna heimanámi og helst ætti að ljúka því fyrir kvöldmat. Þessu þarf að huga að frá upphafi skólagöngu því erfiðara getur verið að skapa fastar reglur og venjur er lengra líður á námið. ENDURTEKNING ER MIKIL- UÆG Einn tilgangur heimanáms- ins er að endurtaka efni sem þegar hefur verið farið yfir, þ.e. þjálfa betur ákveðin at- riði. Margföldunartaflan er sígilt viðfangsefni og hana er hægt að æfa með barninu nánast hvar sem er. A með- an barnið er að læra að lesa þarf það að lesa bæði upphátt fyrir einhvern og í hljóði á hverjum degi. Ef lestraráhuginn er tak- markaður er ágætis tilbreyt- ing að leyfa barninu að lesa upphátt fyrirsagnir úr blöð- um, auglýsingar og annað slíkt. Þegar barnið hefur þjálfast örlítið í lestrinum fer því líka að þykja gaman að lesa textann á sjónvarpsskján- um. Þótt endurtekningar geti gert námið þurrt og leiðinlegt festa þær námsefnið betur í huga barnsins og kenna því vissan aga sem mörg íslensk börn virðist stundum skorta. LÍKflMI 0G SÁL Þótt námið og hin andlega ræktun séu afar mikilvæg fyr- ir litla nemendur er afar mik- ilvægt að þeim líði vel í skól- anum að öllu leyti. Hluti af vellíðaninni felst í því að koma saddur í skólann og hafa með sér hollt nesti. Manneldisráð setur svokölluð manneldismark- mið fyrir börn frá tveggja ára aldri og fullorðna í þeim til- gangi að stuðlal að æskilegri þróun í mataræði þjóðarinn- ar og efla heilbrigði. Foreldr- ar geta auðveldlega haft þessi markmið í huga þegar skóla- nestið er útbúið. Ef farið er eftir markmiðunum er t.d. rétt að velja frekar gróft brauð en fínt, nóg af ávöxt- um og grænmeti og mjólk í stað sykurbætts safa. Æskilegt er að heildar- neysla sé í samræmi við orku- þörf til að tryggja eðlilega lík- amsþyngd, vöxt og þroska barna. Hæfilegt er að samsetning fæðunnar sé þannig að prótín veiti að minnsta kosti 10% heildarorku. Hæfilegt er að fullorðnir fái 25-35% orkunnar úr fitu en börn og unglingar um 30- 35%. Ekki er æskilegt að meira en 15% orkunnar komi úr harðri fitu. Hæfilegt er að úr kolvetn- um fáist um 50-60% af orkunni, þar af ekki meira en 10% úr fínunnum sykri. Æskilegt er að neysla fæðu- trefja sé að minnsta kosti 25 g á dag, ef miðað er við að manneskjan neyti 2500 hita- eininga á dag. Stefnt skal að sem fjöl- breyttustu fæði úr öllum fæðuflokkum í þeim hlutföll- um orkuefna sem að framan greinir. Fæðuflokkarnir eru: kornmeti, grænmeti og ávext- ir, mjólkurvörur, kjöt, fiskur og egg. FJÖLBREYTNINIFYRIRRÚMI Hvert barn í grunnskóla þarf nesti fyrir u.þ.b. 150 skóladaga. Því er mikilvægt að nestið sé fjölbreytt og freistandi. Oft má útbúa nest- ið kvöldið áður og geyma það í kæli eða frysti yfir nótt. Brauð með osti má t.d. stinga í frysti ef ekki á að borða það fyrr en um miðjan næsta dag. Frystingin kemur í veg fyrir að osturinn sé orðinn linur og slepjulegur þegar borða skal brauðið. Hér á eftir fara nokkrar hugmyndir að nestispökkum þar sem manneldismarkmið- in eru í hávegum höfð, þ.e. sykurneyslu stillt í hóf og kornmatur og ávextir stór hluti nestispakkans. 3) Upplagt er að byrja vikuna á grófri samloku með tómötum, osti, hálfri app- elsínu og 1/4 lítra af létt- mjólk sem kaupa má í flestum grunnskólum. U) Næsta dag má t.d. hafa grófa samloku með létt- hangikjöti, banana og fernu af léttmjólk. C) Um miðja vikuna mætti t.d. hafa grófa samloku með lifrarkæfu, nokkur vínber og fernu af létt- mjólk. d) Þar á eftir væri upplagt að hafa t.d. léttjógúrt með trefjum, gróft rúnnstykki með agúrkum og káli og hreinan ávaxtasafa. 6) í vikulokin má stundum gera sér glaðan dag. Þá væri t.d. hægt að hafa með sér grófa langloku með eggjum og agúrkum, hreinan ávaxtasafa og litla muffinsköku í eftirrétt. RANGHUGMYNDIR Allt árið um kring dynja á okkur auglýsingar um ýmiss konar matvæli sem eiga sér- staklega að höfða til barna og vera upplögð í skólann, s.s. skólajógúrt og skólaskyr. Sykur- og fitumagn í þess- um „skólamat“ er hins vegar bara svipað og í öðrum vörum og því villandi að telja fólki trú um að þær henti betur í skólann en hefðbundnar mjólkurvörur. Það er því ljóst að foreldr- ar verða að leggja heilann í bleyti áður en þeir útbúa nesti barna sinna. Vikan 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.