Vikan


Vikan - 29.08.2000, Síða 28

Vikan - 29.08.2000, Síða 28
Þegar ég gerðist innbrotsþjdfur Þegar ég var unglíngur gerðí ég mikið að Uuí að passa börn. Það kom meðal annars til af því að ég var langyngst fjög- urra systkina og þegar ég var ellefu ára voru öll systkini mín orðin foreldrar. Eg og Inga, vinkona mín, pössuðum oft saman á kvöldin og skiptum á milli okkar laununum sem dugðu til þess að við gátum farið í bíó og fengið okkur kók og prins öðru hverju. Sagan gerðist þegar við vor- um fjórtán ára gamlar en þá vor- um við báðar orðnar mjög þroskaðar líkamlega en það sama mátti kannski ekki segja um andlega þroskann. Við vor- um báðar mjög myrkfælnar og alls ekki lífsreyndar að neinu leyti. Þetta kvöld hafði eldri bróðir minn beðið mig að passa dætur sínar tvær. Önnur þeirra var nafna mín og fimm ára gömul, en hin var aðeins þriggja mánaða og mér hafði aldrei hlotnast sá heiður að passa hana áður, enda hafði hún aldrei verið skilin eft- ir hjá ókunnugum fyrr. Bróðir minn er sjómaður og þegar þetta gerðist var hann ný- fluttur í glænýtt raðhús í Hafn- arfirði. Við Inga höfðum aldrei komið inn í húsið fyrr og okkur þótti mikið til koma þótt enn væri margt hálfkarað og ýmislegt vantaði. Mágkona mín fór með mig upp á loft og sýndi mér herbergin. Inni í hjónaherberginu var rúm litlu frænkunnar en nafna svaf ein í eigin herbergi við hliðina. Báðar stelpurnar voru sofnaðar og mágkona mín sagði að við þyrftum engar áhyggjur að hafa af þeirri eldri, sem ég hafði oft passað áður. hún svæfi alltaf eins og steinn þegar hún væri á ann- að borð sofnuð en hin gæti verið erfiðari. Hún sagðist vera nýbú- in að leggja litlu á brjóst og lík- lega myndi hún sofa fram á miðja nótt, en það hefði stundum kom- ið fyrir að hún vaknaði eftir tvo til þrjá tíma og þá þyrfti að taka hana upp og láta hana ropa og yf- irleitt sofnaði hún þá aftur. Hún sýndi mér líka tilbúinn pela en sagði að sú litla vildi hann helst ekki svo ég skyldi ekki gefa henni hann nema allt annað brygðist. Svo fylgdu miklar og nákvæm- ar leiðbeiningar hvernig ætti að meðhöndla ungbarnið og áður en þau lögðu af stað á árshátíð- ina, dragfín og ilmandi, lét hún mig hafa símanúmerið hjá mömmu sinni, sem einnig bjó í Hafnarfirði, ef eitthvað kæmi uppá. Það lá við að ég væri hálf- móðguð við mágkonu mína, það var eins og hún gerði sér enga grein fyrir því að við Inga vær- um alvanar barnapíur, hálffull- orðnar konur (að okkar mati) og búnar að passa börn í mörg ár! Hvað ætti svo sem að geta kom- ið fyrir? Ég hafði áður þurft að svæfa ungbörn og farist það vel úr hendi. Loksins voru þau farin og við vorum fegnar. Við höfðum tekið með okkur reikningsbækurnar til að hjálpast að við algebruna og svo vorum við með matadorið, en það var eitt af því sem alls ekki mátti gleymast þegar við vorum að passa. Kvöldið byrjaði rólega og við lukum við heimadæmin á met- tíma. Einar bróðir hafði skilið eftir kók og kex og eftir lærdóm- inn settumst við niður í hálftómri stofunni með veitingarnar og spilið. Þetta var síðla vetrar og það var orðið dimmt úti. Hverf- ið var hið dæmigerða bygginga- svæði, það voru fá götuljós í ná- grenninu, í kringum okkur voru mörg hálfkláruð og mannlaus hús og hvergi var týru að sjá í glugga þegar litið var út um stofugluggann. Þarna átti varla nokkur maður leið um og við urðum ekki varar við neinar bíla- ferðir um hverfið eftir að rökkva tók. Þegar við vorum nýbyrjaðar að spila fór sú litla að ambra upp- úr svefninum. Ég læddist upp til hennar og stakk upp í hana snuð- inu og það dugði. Hún tottaði það nokkrum sinnum og sofnaði síðan aftur hin rólegasta. Ég fór niður og við Inga héldum áfrarn að spila. Það var alger þögn í kringum okkur en þar sem við sátum og hugsuðum fórum við að heyra alls konar hljóð í húsinu. Mér fannst ég heyra eitthvað slást utan í húsið og þegar vel var hlustað var eins og einhver væri á ferli fyrir utan. Við hættum að spila og lögðum við hlustir. Það var ekki um að villast, það var eitthvert undarlegt skrjáf fyrir utan húsið og við vorum vissar um að það hlyti einhver að vera að sniglast í kringum það. Við fórum að segja hvor annarri sög- ur af innbrotum í hálfbyggð hús og árásir á ungar stúlkur og áður en við vissum af vorum við orðn- ar skíthræddar þótt við vildum ekki viðurkenna það fyrir sjálf- um okkur. Við hættum að spila og fórum að ræða í fullri alvöru hvað til bragðs skyldi taka, við vorum ábyrgar stúlkur að passa tvö lítil börn og við urðum að axla okk- ar ábyrgð. Við byrjuðum á að kveikja öll ljós íhúsinu til að fæla burt hugsanlega innbrotsþjófa. Okkur leið strax betur á eftir, en samt heyrðum við skrjáfið áfram og það setti að okkur óhug. Ég var orðin viss um að skrjáfið væri ekki af mannavöld- um, það var of takt- fast til þess, en ég vildi samt komast að því af hverju það staf- aði. Við gægðumst út um stofu - , klósett- og eldhúsgluggana, sem allir voru á neðri hæðinni, en sáum ekkert. Þá ákváðum við að láta slag standa og fara út í rann- sóknarleiðangur. Það kom í minn hlut að fara hringinn í kringum húsið til að kanna málið en Inga ætlaði að fylgjast með mér því kjarkurinn var ekki meiri en svo að ég hefði ekki þorað þetta öðruvísi. Það var farið að hvessa svolít- ið og það var vægt frost. Myrkrið var ekki mjög svart en það var þó nógu dimmt til þess að ég var að drepast úr hræðslu þar sem ég fikraði mig suður með húshlið- inni yfir urð og grjót. Ég var í langerma bol og fráhnepptri lopapeysu en Inga vinkona mín, sem stóð í dyrunum og fylgdist með mér, hafði hent yfir sig úlp- unni. Þegar ég kom fyrir hús- hornið heyrði ég að ég var að nálgast upptökin, því skrjáfið varð greinilegra. Jú, þarna var skýringin: Btór bútur af bygging- arplasti lá þarna undir húsveggn- um, hálffastur undir steini, og flaksaðist utan í hann. Ég hróp- aði uppyfir mig af fögnuði: ,.Inga, þetta var bara plast!“ Inga greyið, sem stóð skjálf- andi af hræðslu við dyrnar, heyrði mig kalla fyrir handan hornið og var viss um að nú væri verið að ráðast á mig. Hún greip langt skóhorn sem hékk í ganginum og hljóp út um dyrnar mér til bjarg- ar. Það lá við að hún hlypi mig um koll í myrkrinu þar sem hún kom vaðandi með skóhornið á lofti suður með húsgaflinum og ég á móti henni með peysuna flaksandi í vindinum. Við hlógum báðar dátt að þessari vitleysu og skildum ekkert í því hvernig okk- ur gat dottið í hug að halda að þetta væri af mannavöldum. En við hættum fljótt að hiæja. Þegar við komum að útidyrunum voru þær harðlæstar! Hvorug okkar hafði hugsað út í að hurð- in var hviklæst og með pumpu, og Hvorug okkar hafði hugsað út í að hurðin var hvíklæst og með pumpu, og um leið og Inga stökk út mér til biargar læstist hurðín að baki henní. Nú voru góð ráð dýr. 28 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.