Vikan


Vikan - 29.08.2000, Síða 31

Vikan - 29.08.2000, Síða 31
Vertu góður hlustandi Fólk sem á auðvelt með að umgangast aðra er ekki aðeins skemmtilegt á að hlýða heldur kann það að hlusta líka. Sýndu áhuga á því sem annað fólk er að segja þér. Horfðu í augu þess sem er að tala við þig, kinkaðu áhugasöm kolli og ekki grípa fram í fyrir viðkomandi. Flest- um finnst gaman að tala um sjálfa sig og þeir kunna vel að meta að þú hlustar. Engar óraunhæfar uæntingar Ef þú býst við of miklu af fólki verður þú örugglega oft fyrir vonbrigðum. Sumir aflýsa komu sinni til þín á síðustu stundu, aðrir geta gleymt afmælisdeg- inum þínum og ef þú tekur svona hlutum alltaf illa mun þeim að lokum standa á sama um viðbrögð þín. Gefðu fólki svigrúm og þú færð borgað í sörnu mynt. Láttu öðrum finnast heir uera sérstakir Frítími fólks er yfirleitt allt of lítill og því gefst oft ekki tími til að sinna vinum sínum. Þó er hægt að sýna að þeim sé ekki gleymt. Reyndu að muna af- mælisdaga vina þinna og ef þú kemst ekki til að samfagna þeim sendu þá fallegt afmæliskort. Ef þú veist að vini þínum líður illa og þú getur ekki heimsótt hann hringdu þá og sýndu samúð og skilning. Ekki hræðast að vera of vinaleg. Ef þú ert einlæg verð- ur viðleitni þín vel metin. Vertu góð uið börn uina hinna Börn vina þinna kunna að meta það ef þú sýnir þeim góð- vild og einnig foreldrarnir. Ef vinkona þín kvartar yfir börnum sínum við þig skaltu ekki taka undir það. Vinkonan er að létta á hjarta sínu en vill ekki heyra svar eins og: „Já, mér hefur alltaf fundist Jónas þinn vera leiðinlegur krakki." Þá verður þú einni vinkonu fátækari. Vikan 31

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.