Vikan


Vikan - 29.08.2000, Side 33

Vikan - 29.08.2000, Side 33
1 Ljósir og þægilegir litir setja hlýleg- an svip á þetta hvíta baöherbergi. Það viröist ekki skipta neinu máli þótt þarna séu notaðir ólíkir litir á meðan þeir eru í þessum mjúku tónum. 2 í þessari borðstofu setur Ijósguli lit- urinn sterkan svip á umhverfið. Takið eftir bollunum og diskunum sem sjást bakatil. Blómin eru í sama litnum, en bleiku blómin fríska örlítið upp á um- hverfið. Borðbúnaðurinn í gula litnum er mjög fallegur og stílhreinn. 3 Bleikur sófinn þolir bæði sterka liti og Ijósa og föla pastelliti. Þarna eru fjólubláir litir notaðir við bleika litinn sem virkar vel. Blómin á gólfinu sýna best hvernig guli liturinn fer með þeim bleika og litla kertið skapar róman- tíska stemmningu. Hvítu gluggatjöldin leyfa húsgögnunum og smáhlutunum að njóta sín betur. 4 Hvíti liturinn er allsráðandi um þessar mundir. Veggir eru gjarnan hvítmálaðir og fólk er óhrætt við að hafa húsgögnin í hvítu. f slíku rými er upplagt að hafa fylgihlutina í pastellit unum. Blómavasinn, teppið og kertin setja hlýlegan blæ á rýmið sem ann- ars væri fremur kuldalegt ef þar væri allt (hvítu. 5 Grænn litur er að sjálfsögðu til í óteljandi tónum en þessi Ijósgræni lit ur er einkar fallegur. Það þarf oft svo lítið til að skreyta mikið. Jurtir, blóm og ávextir eru líka í flestum tilfellum tilvalið skraut, sérstaklega yfir sumar tímann. 6 Bleikt og gult horn. Sófarnir eru sömu tegundar en hvor í sínum litn- um. Blómin í vasanum eru nákvæm- lega eins á litinn og sömuleiðis púð- arnir. Það er því óhætt að kalla þetta bleika stofu. 7 Hér hefur gamall sófi fengið nýtt líf með fallega grænu teppi og púðum í þessu hvíta og bjarta herbergi. Öll herbergi sem eru hvítmáluð í hólf og gólf virka líka stærri og bjartari og því tilvaiið að mála smærri vistarverur í Ijósum og hvítum litum. 8 Það er lítið mál að fegra borð og skápa með smáhlutum. Fallegir dúkar og blóm lífga upp á tilveruna og við eigum að njóta þess að hafa falleg blóm í kringum okkur. Afskorin blóm minna okkur óneitanlega á sumarið og það er um að gera að lengja það eins og hægt er! 9 Rómantískt í svefnherbergið. Þessi dásamlegu herðatré úr silki og með slaufum eru tilvalin undir uppá- haldsnáttkjólinn eða sloppinn. Vikan 33

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.