Vikan - 29.08.2000, Side 39
við? Er hann líklegur til að
standa þér við hlið við upp-
vaskið og barnauppeldi? Haf-
ið þið svipaðar skoðanir á því
hvað þið ætlið að gera í fram-
tíðinni? Ætlið þið bæði að
mennta ykkur meira, fara til
útlanda eða eruð þið bæði
sátt við ykkar hlut og
að sjálfsögðu bara fyrsta
skeiðið í sambandinu.
Það er ákaflega misjafnt
hvenær næsta skeið, hag-
kvæmnisskeiðið hefst, en eft-
ir því sem þú ert eldri og búin
að koma þér betur fyrir í líf-
inu, þeim mun fyrr hefst það,
segja sér-
ert komin á
fertugsald-
ur ert þú
sennilega
hætt að lifa algjörlega
fyrir líðandi stundu og búin
að gera einhverjar framtíðar-
áætlanir, s.s. um hvort og
hversu mörg börn þig langi að
eiga, hvar þú ætlar að búa og
hvernig gott samband eigi að
vera. Ef þú ert mjög ástfang-
in, (en ekki bara að leita þér
að stundargamni), er því
nauðsynlegt að horfa fram á
veginn og sjá hvort þið eigið
nógu mikið sameiginlegt til
að ykkur muni líða vel sam-
an á hagkvæmnisskeiðinu. Ef
þið hins vegar hafið ólíkar
skoðanir á mikilvægum mál-
um eins og barneignum, fjár-
málum, stjórnmálum og öðru
því sem snertir daglegt líf
okkar kemur sennilega babb
í bátinn. Kannski getið þið
aðlagað skoðanir ykk-
ar að hvort öðru og
reynt að vera sveigjan-
leg en ef skoðanamun-
ur ykkar er of mikill er
líklegt að sambandið
endi með skilnaði og
við taki nýtt samband
með nýju tilhugalífi,
eða svo segir rað-
hj ónabandskenningin
að minnsta kosti.
ENDURNÝJUNAR-
SKEIÐIÐ
Ef þú hins veg-
ar finnur ekki
þann eina rétta
fyrr en þú ert
komin á fimm-
tugsaldur ert þú
sennilega kom-
in að vissum
tímamótum f
lífi þínu. Þú ert
líklega búin að
koma þér vel
fyrir fjárhags-
lega eða að
minnsta kosti
ekki í sama basli
og um tvítugt,
hefur meiri tíma
fy rir sj álf a þig og
veist nákvæmlega
hvað þú vilt. Þú ert
kannski tilbúin til að
fara að gera eitthvað nýtt,
fara í skóla aftur, skipta um
vinnu eða flytja til útlanda.
Sennilega ertu samt orðin
nokkuð vanaföst og því get-
ur verið erfitt að eignast maka
á þessu æviskeiði sem setur
tilveruna á hvolf. En ef þið
eruð þroskuð og tilbúin til að
hliðra til, eigið vel saman and-
lega jafnt sem líkamlega og
eruð góðir vinir er líklegt að
þið getið komist saman í
gegnum öll þrjú skeiðin, til-
hugalífið, hagkvæmnisskeið-
ið og endurnýjunarskeiðið.
Samt sem áður getur end-
urnýjunarskeiðið verið mörg-
um sem þegar eru í hjóna-
bandi erfitt því þá eru marg-
ir í einhvers konar leit að
sjálfum sér, vilja reyna nýja
hluti og breyta til. Ef makinn
er ekki á sömu línu eða enn
Hjónabandið var sett á stofn fyrir mörg
hundruð árum þegar fólk lifði yfirleitt
ekki einu sinni til fimmtugs. í dag lifum
við mun lengur og er því ætlað að vera
í sama hjónabandinu mun lengur. Það
getur reynst mörgum erfitt.
fastur á hagkvæmnisskeiðinu
getur því komið til árekstra.
Þetta þriðja skeið hefur ver-
ið kallað ýmsum mis-
skemmtilegum nöfnum eins
og „grái fiðringurinn" og
kreppa hinna miðaldra. En
sannleikurinn er sá að lífið
yrði ákaflega leiðinlegt og
einhæft ef við hefðum ekki
leyfi til að þroskast og breyt-
ast. Þess vegna er afar mikil-
vægt á þessu skeiði að leyfa
makanum að þroskast, breyt-
ast og rækta sjálfan sig í stað
þess að bæla niður langanir
hans og þrár. Það er nefnilega
aldrei að vita nema gamli
makinn, sem var kannski orð-
inn svolítið hversdagslegur og
þreytandi á hagkvæmnis-
skeiðinu, verði alveg ótrúlega
spennandi og skemmtilegur á
endurnýjunarskeiðinu.
W.
AÐLOGUN OG SVEIGJ-
ANLEIKI
Á fyrsta skeiði sambands-
ins, tilhugalífinu, er róman-
tíkin í algleymingi, eins og
flestir vita. Þið eruð svo ást-
fangin að það er næstum því
sárt, blóm og veitingahús-
ferðir eru daglegt brauð og
þið getið hreint og beint ekki
séð hvort af öðru nema í ör-
stutta stund. Allt er nýtt og
spennandi og það er gaman
að kynnast manninum og lífi
hans. En Adam er ekki lengi
í þessarri paradís (og ekki
Eva heldur) því tilhugalífið er
Vikan
39