Vikan


Vikan - 29.08.2000, Qupperneq 48

Vikan - 29.08.2000, Qupperneq 48
í erli dagsins höíum uiö oft varla tíma til að taka eftir Dui sem er að gerast í kringum okkur. Þegar við síðan setj- umst niður og ætlum að reyna að muna hvað við gerðum í seinustu viku, fyrir mánuði, í fyrra eða árið har áður stönd- umvíðágatí. Hvenærvar hað aftur sem við fórum til Kanaríeyja á jólunumP Var hað fyrír tíu árum sem við fluttum eða eru kannskí kom- in tólfP Og hverníg var hað nú aftur hegar við fórum öll upp í sumarbústað og hað var svo gamanP Það væri óneit- anlega hægilegt að geta flett hessu öllu upp. Istað þess að skrifa hefð- bundna dagbók (sem flest- ir myndu aldrei gefa sér tíma til) er þjóðráð að punkta hjá sér stóru hlutina í líf- inu og safna í eina bók. Hugsið ykkur hvað væri gaman að geta lesið eftir nokkur ár: Árið 2000: * 15.júlí - Kom heimfrá Italíu eft- ir frábæra ferð, er endurnœrð og búin að slappa vel af. Feneyjar voru yndislegar. *21. ágúst - Helga systurdóttir og Jói giftu sig í dag og héldu veisluna úti í glaðasól- skini. Um kvöldið var dansað og ég hef ekki tjúttað svona mikið í mörg ár. Meiriháttar gaman! * 1. september - Kristján byrjaði í sex ára bekk í dag. Hann loftaði varla skólatöskunni sem var álíka stór og hann sjálfur en hánn var œgilega stoltur. * 2. nóvember - Ég held að ég sé ólétt. * 5. nóvember - Ég er ólétt! Treystu f jölskylduböndin Oft er það svo að fjölskyldan er sú sem menn hitta sjaldnast. í stað þess að eyða einungis jólun- um saman er upplagt að taka frá eitt kvöld í mánuði, hittast og hafa það gaman. Sé um stórfjöl- skyldu að ræða; bræður og syst- ur með fullt af litlum frændum og frænkum, er góð hugmynd að nota tækifærið og halda upp á af- mæli allra þeirra sem urðu árinu eldri í mánuðinum. Það má sem dæmi borða afmælisköku, kveikja á kerti fyrir hvern og einn eða einfaldlega skála og syngja afmælissönginn. Skiptist á að halda gleðskapinn heima hjá hvert öðru og ákveðið nýtt þema í hvert sinn. Eitt kvöldið gætuð þið sem dæmi spilað teiknispil- ið, í annað skipti farið í kvöld- göngu og drukkið heitt kakó, næst skoðað gamlar myndir og rifjað upp skemmtilegar minn- ingar og þar á eftir grillað í góðu sumarveðri og spilað fótbolta. Gefið hugmyndafluginu lausan tauminn! Auktu traustið Ekki er síður mikilvægt að hitta fjölskylduna alla í einu og efla þar með samkenndina er að eyða tíma með einstaklingnum í einrúmi. Ef þú ert foreldri með fleiri en eitt barn skaltu taka frá sérstaka stund í hverri viku sem þú eyðir með hverju barni. Þó að hún sé ekki nema örstutt, t.d. fimmtán mínútna göngutúr, eflir þetta traustið og barnið veit að þú ert til staðar þegar það þarf á þér að halda. Gerðu hér lífið auðveldara • Styttu tímann sem það tekur deig að lyfta sér með því að koma því fyrir á plötu inni í bök- unarofni sem er slökkt á og hafa skál af sjóðandi vatni undir. • Komdu í veg fyrir að tómatsósa liti geymsluílátin með því að smyrja þau að inn- an með ólífuolíu áður en þau eru fyllt með gúllasi, pastarétti eða tómatsúpu. • Til að auðvelda þér að afhýða hvítlauk skaltu setja hann í fimmtán sekúndur inn í ör- bylgjuofninn. Skemmtu þér síðan við að horfa á hýðið flettast af! • Það er auðvelt að koma í veg fyrir óæskilegar örverur á eld- húsbekknum þegar þú vinnur með hráan kjúkling. Settu bökunarpappír á bekkinn áður en þú byrjar og hafðu undirlag- ið rakt þannig að pappírinn haldist fastur við. • Til að taka burtu bletti kring- um vaska og í baðkörum er þjóðráð að hylja svæðin með bréfþurrku sem hefur verið bleytt í bleikiklór. Láttu þetta standa í þrjátíu mínútur áður en þú tekur þurrkuna af og hreinsaðu svæðið með heitu vatni. 48 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.