Vikan


Vikan - 05.09.2000, Page 11

Vikan - 05.09.2000, Page 11
 Hrönn Vilhclinsdóttir í Textílkjallaranuni sérhæfir sig í hönnun fyrir svefnherbergið. L Cr Textílkjallarinn I Textílkjallaranum á Barónsstíg 59 situr Hrönn Vilhelmsdóttir við vinnu sína og hún situr sjaldnast kyrr að eigin sögn heldur hamast við þrykkborðið. Hrönn einbeitir sér að því að hanna nytjalist fyrir svefnherbergið. „Ég mála og þrykki eigin hönnun og myndir á gluggtjöld, sæng- urverasett, púða og náttföt bæði fyrir börn og full- orðna,“ segir hún. „Fyrir fullorðna er parið, konan með sínar mjúku línur og karlinn, ferkantaðri en þannig erum við bara. Börnin fá bænir og mynd- ir. Ég gerðist guðmóðir lít- illar stúlku fyrir allmörgum árum og þá fór ég að kynna mér hlutverk guðmæðra. Þær eiga að kenna börnunum bænir og halda kristninni að þeim. Ég fór að velta fyrir mér hvernig ég gæti uppfyllt þessa skyldu mína og þá vaknaði þessi hugmynd að skrifa bænir á koddaver og púða handa barn- BSbiIWm inu." Hrönn hef- ur valið gamlar sígildar íslensk- ar bænir á koddana og svo vand- aðir eru litirnir sem hún notar að elstu vöggusettin sem eru tólf ára eru enn í dag eins og ný og þau má þvo á 60° hita. Bænirnar rit- ar hún á sængurverasettin eftir að mynstrið hefur verið þrykkt og hún er oft beðin að merkja sæng- urverasett og púða með nafni barnsins. „Það gerir þetta enn persónulegra og skemmtilegra," segir Hrönn. Hún hannar líka frábær gluggatjöld íbarnaherbergið sem byggir á gömlu barnagælunni Hani, krummi, hundur, svín. Gluggatjöld, rúmteppi og púðar í hjónaherbergi eru úr mjúku og frábærlega fallegu satínviskós sem er viðkomu eins og vandað silki. Satínviskós er náttúrulegt efni unnið úr sellulósa eins og bómull og því þolir það vel þvott og er slitsterkt. Hrönn sýndi vinnu sína á handverkssýning- unni að Hrafngili í Eyjafirði nú í ár og fékk sérstaka viðurkenn- ingu fyrir skapandi hönnun. Hún er einnig meðal þeirra lista- manna sem dómnefnd valdi úr hópi umsækjenda til að sýna á sýningunni Nytjalist úr náttúr- unni sem Handverk og hönnun stendur fyrir ásamt Reykjavík menningarborg og verður í Ráð- húsinu í haust. Þema sýningar- innar er vatnið og Hrönn hann- aði mynstur úr sérstöku efni sem bólgnar upp þegar það er hitað. „Ég hef fengið hingað til mín nemendur úr finnskum listahá- skóla sem fá styrk til að kynna sér vinnu listamanna í öðrum lönd- um á lokaári sínu. Ungar stúlk- ur sem voru hér hjá mér síðast kynntu fyrir mér þetta efni og ég fékk þá hugmynd að þrykkja það á flauel. Þær höfðu ekki trú á að hægt væri að nota þetta á flauels- grunn en það tókst og dómnefnd- in varð mjög hrifin þegar ég sendi henni hugmynd mína.“ Mynst- ur Hrannar eru dropar sem ým- ist eru eins og að falla niður úr loftinu eða lentir á jörðinni þar sem þeir eru að byrja að mynda polla og þeir njóta sín sérlega vel á ljósu flauelinu sem hún valdi að nota þrátt fyrir hrakspár. Snegla llsthús Á Klapparstígnum er Snegla listhús í litlu gömlu húsi með sál. Þar eiga margar listakonur verk og þeirra á meðal fimm textfllista- konur. Textílhönnun kvennanna í Sneglu vekur athygli fyrir það hversu fallegir og hreinir litirnir eru í verkum þeirra. Indígóblár litur og fallega hreinn purpurar- auður eru í mörgum slæðum og treflum en einnig í töskum, hött- um og púðum. í Sneglu er að finna afrakstur vinnu Ernu Guðmarssdóttur mál- ara en hún hefur unnið nokkuð mikið með silki, bæði málað fal- legar landslagsmyndir á silki og gert silkislæður þótt hún telji sig ekki textíllistamann. Ingiríður Oðinsdóttir textílhönnuður, þrykkir á silkislæður og trefla. Hún þrykkir líka á dúka og púða úr hör og vinnur einnig mikið með viskósvelúr og gerir úr því fallega trefla. Björk Magnúsdóttir textíl- hönnuður, hannar og þrykkir púða og töskur úr viskósvelúr og málar á silkislæður. Þuríður Dan Jónsdóttir textílhönnuður þrykk- ir myndir á efni og málar á silki- slæður. Jóna Sigríður Jónsdóttir vinnur einnig silkislæður en auk þess málar hún og þrykkir mynd- ir á efni. Hún hefur einnig þrykkt á púða en um þessar mundir er hún að vinna úr nýjum hugmynd- um sem eiga eftir að sjást í hill- um Sneglu listhúss í framtíðinni. Guðrún Jónsdóttir Kolbeins veflistakona, vefur trefla og sjöl úr ull. Hún litar ullina sjálf með ís- lenskum jurtum en einnig notar hún rauðan og indígóbláan lit sem hún fær erlendis frá. Guðrún mót- ar sömuleiðis fallega hatta úr ull- arflóka með alls konar lagi og í mörgum litum. Hún er þessa dag- ana að vefa úr hör damask vefn- að sem væntanlegur er í Sneglu al- veg á næstunni. Vikan 11

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.