Vikan


Vikan - 05.09.2000, Side 12

Vikan - 05.09.2000, Side 12
Nokkrar þcirra listakvcnna sem vinna tcxtíl í Sncgln listlnisi. Frá vinstri Þuríúur Dan Jónsdóttir, Jóna Sigríð nr Jónsdóttir, Erna Guð- ■narsdóttir og Guðrún Jóns dóttir Rolhcins. Guðrún, Ingiríður og Þuríður eiga allar verk á sýningu sem nú er í Hafnarborg. Þar er unnið úr íslenskum hör sem Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir ræktar og hugmyndin var sú að sýna fólki að hægt væri að gera fleira úr hör en klæði. Á sýningunni eru skúlptúrar, myndverk og fleira. Þær höfðu áður tekið þátt í að vinna listaverk úr hörnum og var afrakstur þeirrar vinnu sýndur á Djúpavogi fyrir ári. Sú sýning mæltist hins vegar svo vel fyrir og vakti það mikla athygli að lista- konurnar sem tóku þátt í henni ákváðu að vinna stærri sýningu. Þær fengu alveg frjálsar hendur um hvernig þær unnu úr hörnum en þetta er mikil frumraun hér á landi þar sem hör hefur lítið ver- ið notaður í myndlist. Það gerir sýninguna enn skemmtilegri er að hörinn er ræktaður hér á landi og framtak Ingibjargar Styrgerð- ar að reyna þessa ræktun er stór- merkilegt. Budda Aðalbjörg Einarsdóttir eða Budda eins og hún kýs að kalla sig er fatahönnuður að mennt. Hún lærði að silkimálun í fata- hönnuninni og heillaðist af því að vinna með þetta efni. Fljótlega fór hún að hanna eigin silkiefni og þau urðu fljótt vinsæl í brúð- arkjóla og samkvæmiskjóla. Að sníða og sauma úr silkinu kjóla nægði Buddu ekki og fyrr en varði var hún farin að búa til gluggatjaldaefni. „Ég sýndi gluggatjöld á hand- verkssýningunni í Laugardals- höll í vor og þau vöktu mikla at- hygli," segir Budda. „Allir voru yfir sig hrifnir. Auðvitað kostar þetta meira en mörg verksmiðju- framleidd efni en það eru til mjög dýr gluggatjöld hér á landi eins og trérimlagluggatjöld og fleira." Budda hlaut sérstaka viður- kenningu fyrir gluggatjöld sín á handverkssýningunni og hún hefur hannað og saumað glugga- tjöld sem henta fyrir alla glugga og í öll herbergi. Um þessar mundir vinnur hún að því að gera gluggatjaldaefnin eldtefjandi en það er undirstaða þess að þau henti fyrir opinberar stofnanir, fyrirtæki og veitingahús. Silki- gluggatjöld hennar eru í öllum litum og mynstrin eru ákaflega margvísleg. Hún hefur eitthvað gert að því að hanna bæði einlit gluggatjöld og mynstruð sem ganga þá saman fyrir gluggann og hún hefur einnig gert töluvert af líflegum og fallegum gardínum fyrir barnaherbergi. Mynstrin fyrir börnin eru bjartar sólir og stórskemmtilegar barnateikning- ar hefur hún einnig notað sem mynstur. Fyrir öllum gluggum heima hjá henni eru gluggatjöld sem eru að sjálfsögðu hennar eig- in verk. „Það er ótrúlegt hvað silkið einangrar vel,“ segir Budda. „Ég er með eldhúsgardínur úr ör- þunnu silki og það sést ekkert í gegnum þær nema að fólk hrein- lega rýni inn. I svefnherberginu eru gluggatjöld úr þykkara silki og í dökkum litum og þau hleypa slæður sem hún selur í Hand- verkshúsinu í Lækjargötu og ný- lega hóf hún að mála á stór sjöl sem leggja má yfir herðarnar við hlírakjóla eða sveipa um sig eins og pilsi. Þessar slæður hefur hún nýlega sett á markað og hafa þær notið mikilla vinsælda. Budda vinnur allt heima hjá sér að Ný- lendugötu 13 og þar má ná sam- bandi við hana og panta drauma- gluggtjöld eða brúðarkjólinn. ótrúlega lítilli birtu í gegn.“ Budda á töluvert af tilbúnum efnum sem bæði má nota fyrir gluggatjöld og eins sauma úr þeim glæsikjóla en hún hannar einnig sérstaklega fyrir fólk. „Þá fer ég heim til viðskipta- vinarins og hanna síðan glugga- tjöld í stíl við borðstofuhúsgögn- in eða stofusófann." Budda hefur unnið við silki- málun í átta ár og hún er ekkert farin að þreytast. Silkið heillar hana enn jafnmikið og þegar hún byrjaði. Hún málar á trefla og Aðalbjiirg Einarsdóttir cða Kndda univatin silkigluggatjölduni. Tcxtílhönnun kvcnnanna í Sncglu vekur athygli fyrir það hversu fal- lcgir ug hrcinir litirnir cru. 12 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.