Menntamál - 01.09.1941, Blaðsíða 6

Menntamál - 01.09.1941, Blaðsíða 6
52 MENNTAMÁL skáldum viðfangsefni, m. a. Sigf. Einarssyni og Sigv. Kaldalóns. Sigfús endurspeglar þjóðtrúna í laglinu og hljómsetningu, en hjá Sigvalda ber meira á hófaglamminu og hraðanum, sem ferðamönnunum finnst þeir verða að ná, til þess að komast ofan í Kiðagil. Nú skulum við athuga „Hóladans“, eftir Friðrik Bjarna- son. Lítum fyrst á einsöngskaflann. Stökktónbilin í byrj- uninni lýsa álfadansinum og kætinni. Siðan hækkar lagið og í næstu tveim ljóðlínunum notar höf. fjórum sinnum sama mótivið: og tekst að lýsa glaumnum í höllinni og kvíða brúðgum- ans með því að endurtaka það í mismunandi tónhæð, með mismunandi styrkleika (og jafnvel með mismunandi hraða). Nú hefst stígandin, sem táknar óró þess, sem bergnuminn er. Svo leitar lagið aftur jafnvægis með lækk- andi tónaröð. Hinir stuttu — að því er virðist óþarflega stuttu, en þeim mun betur meitluðu — kórsatzar mynda svo umgerð um þessa fallegu og vel gerðu sóló. Það kann nú að vera útúrdúr að koma með ófullkomna skilgreiningu á þessu ágæta, fallega lagi, sem er prýðilega byggt, bæði að efni og formi. En mér virðist, að yfir því hvíli hinn rétti þjóðlegi blær. Og sama er að segja um fleiri lög þessa höfundar. Lítið á smálögin „Haust“ og „Blær“, eða lagaflokkinn „Árstíðirnar", eða hin látlausu einsöngslög „Hvíl mig rótt“ og „Kveldvers“ og kórlagið „Huldur“. Það er íslenzkt vor og íslenzkt haust, sem lýst er í lögunum „Á fjöllum friður,

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.