Menntamál - 01.09.1941, Page 8

Menntamál - 01.09.1941, Page 8
54 MENNTAMÁL Og tónskáldið endurtekur jántingu sína: ísland ögrum skorið, ég vil nefna þig, sem á brjóstum borið og blessað hefir mig. „Þótt þú langförull legðir,“ það er eins og við sjáum fyrir okkur ungling, sem er að leggja á brattann. Við hon- um blasa langholt og lyngmóar, eldfjöll og jöklar. Svipur ættlandsins „þar sem víðsýnið skín.“ „Svanasöngur á heiði,“ er e. t. v. ekki eitt af þjóðlegustu lögum Sigvalda. En mikið er það meira sungið en lag Abts. Það er eins og það sé eitthvað skyldara kvæðinu. Vel hefir Sigvalda tekizt að ná anda þjóðlaganna í lag- inu: „Blessuð sértu sveitin mín.“ En sennilegt er, að það fái nokkuð að liggja í þagnargildi vegna þess, að hið ágæta lag Bjarna Þorsteinssonar mun halda velli. Nú vil ég nefna lag, sem mér virðist að vel gæti verið tekið einhversstaðar úr þjóðlagasafni séra Bjarna Þor- steinssonar. Það er: „Litla skáld á grænni grein“, eftir Jónas Tómasson. Það er eins og íslenzkt kvæðalag. Sex- tándaparts-nóturnar minna á slaufurnar, sem oft voru látnar prýða rímna-stemmurnar. Þannig flytur tónskáld- ið tvær vísurnar en kemur síðan með miðkaflann, sem er gerður upp úr einu stefi: .. Það er sérlega söngræn laglína, ætluð fyrir einsöng og undirsöng kórs. Síðasta vísan er svo sungin með sama lagi og sú fyrsta, en þjóðlegur heildarsvipur er yfir því öllu saman. Eitt lag eftir Jónas er í „íslenzku söngvasafni“. Það er:

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.