Menntamál - 01.09.1941, Blaðsíða 27

Menntamál - 01.09.1941, Blaðsíða 27
MENNTAMÁL 73 lausna. Og það er enn erfiðara viðfangs fyrir þá sök, að við höfum ekki vald yfir þeim öflum, sem hér eru að verki, nema að litlu leyti. Sá er þó einn þáttur þessa máls, sem ráðandi kynslóð hefir haft full umráð yfir. Það er hið prentaða mál. Hér í útvarpinu hefur fyrr í vetur verið sýnt fram á, hverja meðferð íslenzkt mál hefur stundum hlotið í bókmenntum, sem ætlaðir eru almenningi til lestrar. Og því miður hefur mál á ýmsum barnabókum vorum ekki farið varhluta af margs konar málspellum. Ég vil strax taka það fram, ég ræði hér ekki um bækur íslenzkra höfunda, en þar eigum við margt góðra barnabóka. — Undanfarin ár hefir verið hér á boðstólum allmikið af þýddum barnabókum. Er ekki nema gott eitt um það að segja út af fyrir sig, að góðar erlendar barnabækur séu þýddar. Við erum sízt auðugir um of af þeim bókmenntum. En harla er þar misjafnlega farið með íslenzkt mál. í þessum hópi eru einhverjar beztu barnabækur vorar, aðrar mjög sæmilegar að þessu leyti, ýmsar lakari og nokkrar ótrúlega lélegar um málfæri, og hinir mestu háskagripir málsmekk og málþroska fákunn- andi barna. Skulu hér nefnd nokkur dæmi úr einni slíkri bók. Gefa þau lítilsháttar til kynna, hvernig nú er ástatt á því sviði. n. Fyrir nokkrum vikum leit ég yfir tvo kafla í barnabók, sem ellefu ára drengur var að lesa. Rakst ég þar á ýmsar furðulegar ambögur, málleysur og meinlegar prentvillur. Seinna tók ég svo á mig rögg, fékk bókina að láni hjá safni einu hér í bænum og las hana alla. Sá yfirlestur brá ekki upp fegurri mynd af íslenzkunni á bókinni, en kaflar þeir, er ég hafði lesið áður. Saga þessi er eftir skozka rithöfundinn Walter Scott og er vel þekkt um land allt. Hún birtist fyrst neðanmáls í vikublaðinu Lögréttu í þýðingu Þorsteins Gíslasonar rit- stjóra, sem var mjög málhagur og kunnur að því að vanda

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.