Menntamál - 01.09.1941, Blaðsíða 13
MENNTAMÁL
59
Þessum hugleiðingum gæti nú verið lokið. Aðeins nokk-
ur orð skulu þó fylgja myndum af afmælisbörnunum. Ekki
svo að skilja, að hér verði ritað ítarlega um æfi þeirra eða
verk. Ég minnist þess lika, að á afmælisdögunum helgaði
Rikisútvarpið þeim verulegan hluta af dagskrá sinni og
blöðin birtu um þá greinar. Hallgrímur Helgason tónskáld
flutti í útvarpið ágæt erindi um Árna Thorsteinsson og
Sigvalda Kaldalóns. Ég man, að mér þótti þó einkum var-
ið í erindið um Kaldalóns. Ég þykist vita, að margir hafi
hlustað á þau erindi með ánægju og vakandi athygli, og
fest sér í minni ýmislegt af því, sem fyrirlesarinn sagði.
En trúað gæti ég að til væru þeir, sem gjarnan vildu geta
rifjað þau upp nánar, en það er nú ekki þægilegt að grípa
til þeirra, þótt þau kunni að vera einhvers staðar á öldum
ljósvakans. Höfundi væri óhætt að taka þau upp úr skrif-
borðsskúffu sinni og birta þau á prenti; það mundi verða
þegið. Sveinn Björnsson póstfulltrúi flutti í útvarpið erindi
um Björgvin Guðmundsson, fróðlegt og i alla staði vel
byggt. En vel mætti gera nánar grein fyrir verkum þessa
afkastamikla höfundar. Hallgrímur Helgason ritaði í Al-
þýðublaðið athyglisverða grein um Friðrik Bjarnason og
Emil Thoroddsen ritaði í Morgunblaðið ágæta grein um
Árna Thorsteinsson. Lítið hefir verið ritað um tónverk
Jónasar Tómassonar, enda mun meginið af þeim vera í
handriti ennþá. En blöðin, og þá að sjálfsögðu einnig vest-
firzku blöðin, gátu um starf hans á sextugsafmælinu. —
Freysteinn Gunnarsson talaði um ísólf Pálsson á kvöldi
hans í útvarpinu. Ég gat því miður ekki hlustað á það, en
þykist vita, að þar hafi veriö vel farið með gott efni. En
vert væri að rita ítarlega um æfi og verk ísólfs, nú, þegar
hann hefir lokið dagsverki sínu.
Árni Thorsteinsson er fæddur í Reykjavík. Hann er son-
ur Árna Thorsteinsson landfógeta, bróður Steingríms
skálds. Á. Th. útskrifaðist úr Lærðaskólanum 1890. Hann