Menntamál - 01.09.1941, Blaðsíða 12
58
MENNTAMÁL
mikið af vinsældum sínum á kvæðið laginu að þakka?
„Rökkurró“ eftir ísólf, er ljómandi lag. Það er kvöld-
kyrrðin innan fjögra veggja, sem það minnir oss á. Sagna-
lestur og söngur, sátt og samlyndi, ofnhiti og lampaljós.
En úti er „vindsvalur vetur“.
„Austurfjöll“. Það er heiðríkja íslenzku fjallanna, sem
er í hug tónskáldsins, er hann semur þetta lag.
Því er ekki að neita, að tilefnið til þessara hugleiðinga,
er aðallega hin mörgu tónskáldaafmæli á síðastliðnum
vetri þ. e. a. s. afmæli þeirra tónskálda, sem stóðu á tug,
því að vitanlega eiga tónskáld afmæli einu sinni á ári
eins og aðrir menn, nema þeir, sem fæddir eru á hlaup-
ársdegi. En það var einmitt frá veturnóttum til sumarmála
að nokkur íslenzk tónskáld áttu áratugs afmæli. Árni
Thorsteinsson varð sjötugur 15. október. Friðrik Bjarna-
son átti sextugsafmæli 27. nóv. En eftir áramótin urðu
þeir sextíu ára Sigvaldi S. Kaldalóns og Jónas Tómasson,
Sigvaldi 13. jan. en Jónas 13. apríl. Björgvin Guðmundsson
fyilti fimmta tuginn 26. apríl. Loks hefði ísólfur heitinn
Pálsson orðið sjötugur 11. marz, hefði hann lifað, en hann
andaðist 17. febrúar, eins og kunnugt er.
Ég hefi því tekið dæmi eingöngu úr verkum þessara höf-
unda. En vitanlega hefði verið hægt að leita víðar eftir
dæmum. Það væri t. d. annað hugleiðingarefni að athuga,
hve þjóðleg eru lög þeirra tónskálda okkar, sem nú eru
hætt að yrkja, þeirra, sem safnaðir eru til sinna feðra —
komnir undir græna torfu. Og í þriðja lagi. væri vert að
hugleiða og gera sér ljóst, hvert er þjóðlegt gildi verka
yngstu tónskáldanna okkar.
Góðir íslendingar! Athugið þetta, sem flestir. Kunn-
áttumenn á sviði tónlistarinnar, segið okkur, að hvaða
niðurstöðu þið komizt. Þeir atburðir gerast á okkar tímum,
sem vissulega ættu að brýna fyrir okkur að gera okkur
fulla grein fyrir þjóðlegum verðmætum, á hvaða sviði, sem
þau eru .