Menntamál - 01.09.1941, Blaðsíða 19
MENNTAMÁL
65
yfir öll fjöll. Þá detta manni í hug orð Steingríms: „Svo
undurblítt ég aldrei hefi, af ómi töfrast neinum.“ — ís-
lenzk tónlist á hér mikið verkefni fyrir höndum, aö leysa *
úr læðingi, í voldugum hljómkviðum, töfra íslenzkrar
náttúru, lifandi og dauðrar." — (Sbr. Menntamál, VIII. árg.
bls. 45.) Og ennfremur (sbr. Heimir, söngmálablað, 1939,
bls. 6): „Vorkvöldin komu seiðmögnuð og full af hljómum
inn um opinn gluggann minn, er ég var lagstur hlustandi
til hvíldar. Þá heyrði ég það, hvað nátúran okkar syngur
með fjölbreyttum róm, og nú veit ég, hve mikið á eftir að
leysa úr læðingi af íslenzkri tónlist og það í stórum form-
um, þegar fallast í faðma dulræn náttúran og seiðmagn-
aðar þjóðsagnir........
Fallega yrkir finnski snillingurinn Sibelius um land
sitt (Finnlandia) og mikill er óður Smetana um Moldá,
hið mikla fljót Bæheims. Eru ekki hér í okkar landi raddir
náttúrunnar, lifandi og dauðrar, efni í álíka tónverk?
Þegar sá tónsnillingur kemur, sem tekst að túlka þær
raddir í stórum tónlistarformum, er auðvitað æskilegt og
nauðsynlegt að andi þjóðlaganna svífi þar yfir vötnunum.
En ekki er það nóg, til þess að íslenzk tónverk séu þjóðleg,
að þau séu raddsett með hreinum fimmundum eða í þeim
komi fyrir stækkaðar ferundir eða önnur óþægileg tón-
bil. — Það er hyggja mín, að þegar tónlist okkar hefir enn
vaxið fiskur um hrygg, og farið verður að meta gildi henn-
ar, verði einmitt mörg af þeim lögum, sem ég hefi nefnt
hér, og fleiri af lögum þeirra höfunda, sem ég hefi nú
minnzt á, og annarra tónskálda okkar, þótt ekki séu hér
nefnd, einmitt talin í flokki með þeirri list, sem talin verð-
ur þjóðleg, íslenzk tónlist.
5