Menntamál - 01.09.1941, Blaðsíða 29

Menntamál - 01.09.1941, Blaðsíða 29
MENNTAMÁL 75 af nógu að taka og miklu meira en svo, að hægt sé að gera því full skil í stuttu erindi. Eru hér fyrst nokkrar klausur, teknar hér og hvar úr bókinni, og munu missmíðin þar augljós hverjum leik- manni, sem nokkurn smekk hefur fyrir rituðu máli: „Hópur af þorpurum, dulbúnum, sem þeim betri menn, hafa tekið til fanga göfugan Englending, Sjóðrík hinn saxneska, ásamt Róvenu, sem hann er fjárhaldsmaður fyrir.“ Hópur .... hafa tekið til fanga .... er rangt mál. Venjulegra og fegurra mál er að tala um fjárhaldsmann einhvers, en fjárhaldsmann fyrir einhvern. En þótt allt þetta væri lagfært, nægði það ekki til að gera málsgreinina prenthæfa. „Fylgdarmenn þeirra, sem töfðust af farangrinum og skelfdust af afdrifum húsbænda sinna, ullu ekki árásar- mönnum neinum erfiðleikum, og þá ekki konurnar, sem voru í miðjum hópnum og Gyðingurinn, sem var aftast, og voru þau öll handtekin.“ Klaufalegt er að tala um að tefj- ast af farangrinum í stað við farangurinn eða vegna far- angursins, og bent hefur verið á það áður hér í útvarpinu, að réttara væri að nota ollu í stað ullu (ft. þt. af sögninni að valda). Setningin .... og þá ekki konurnar, er vægast sagt af vanefnum gerð, ósmekkleg og illa komið fyrir i málsgrein. Hér skal ekki fengizt um, þótt kommu vanti á eftir næstsíðustu tilvísunarsetningunni, en meinlega get- ur það breytt seinni hluta málsgreinarinnar. „Minnstu nú þíns eigin grobbs í salnum í Rauðuskógum, og veðmáli þínu með gullkeðjuna gegn leifaskríni mínu, að þú skyldir berjast við ívar Hlújárn og endurheimta týndan heiður.“ .... þíns eigin grobbs er ærið dönskuskotið og minnstu .... veðmáli þínu .... í stað veðmáls þfns er rangt fall og því alger málleysa. Menn minnast veðmáls um einhvern hlut, t. d. gullkeðju, en ekki með gullkeðju í þessum skilningi, sem hér verður að leggja í orðin. Leifa- skrfn merkir hér skrín, sem geymir helgan dóm, helgiskrín.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.