Menntamál - 01.09.1941, Blaðsíða 7

Menntamál - 01.09.1941, Blaðsíða 7
MENNTAMÁL 53 á fjöllum ró“ og „Haust er á heiðum". Það eru tvær ólíkar myndir af hafinu, sem höf. sýnir i lögunum „Bak við hafið“ og „Hafið, bláa hafið“. Hin fyrri úfin og uggvæn- leg, hin síðari sýnir oss hafið skínandi bjart og himinn heiðan og bláan. Loks nefni ég svo „Sá er nú meir en trúr og tryggur", sem birtist í safni Þórðar Kristleifsonar, „Ljóð og lög.“ Ég býst við, að margan fýsi að kynnast orgelverkum Friðriks, sem enn eru óprentuð, en með þeim mun hann áreiðanlega auðga tónbókmenntir okkar. Athugum nú nokkur lög eftir Sigvalda S. Kaldalóns. „Sofðu unga ástin mín.“ Þetta prýðilega vöggulag fellur vel að vísunni. Og það er sama, þó að við tökum aðra vísuna, „Það er margt, sem myrkrið veit.“ Það lýsir þeim auðnarblæ, sem er yfir svarta sandinum, og geigurinn við jökulsprungurnar kemur einnig vel fram. En þó segir hið rólega hljóðfall fyrst og fremst: „Sofðu, unga ástin mín — — við skulum ekki vaka um dimmar nætur.“ Þá er það lagið „Suðurnesjamenn." „Heyrið brim á björgum svarra“ í byrjuninni, sem er byggð á orgelpunkti. Allt lagið hefir á sér þjóðlegan svip og túlkar ágætlega kvæði Ólínu Andrésdóttur, sem er rammíslenzkt, bæði að efni og formi. Þá er þjóðlegt lagið „ísland ögrum skorið“. Kannske að taktbreytingarnar eigi einhvern þátt í því. En ég held, að það sé aðallega andinn í laginu. Það er sama ættjarðar- ástin og hjá Eggert Ólafssyni: ísland ögrum skorið, ég vil nefna þig, sem á brjóstum borið og blessað hefir mig, fyrir skikkan skaparans. Vertu blessað, blessi þig blessað nafnið hans.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.