Menntamál - 01.09.1941, Blaðsíða 40
86
MENNTAMÁL
r
A Tiðavan^i
„Aiþýðubiblían“ í Þýzkalandi.
Nýjustu fregnir geta um biblíu, sem er komin út í Þýzkalandi.
Er þetta endurrituð Heilög ritning, en lagfærð eftir þörfum, til þess
að sanna hina réttu stefnu þjóðemisstefnunnar þýzku og hreinleika
aríanna. „Biblía" þessi er gefin út af hinum svonefndu „Thiiringer-
kristnu", og er „árangur af samvinnu vísindasinnaðra guðfræðinga,
starfandi presta og þýzks kvenrithöfundar, sem hefir veitt aðstoð í
málfræðilegum efnum“. „Biblían“ inniheldur meginkafla Nýja-testa-
mentisins, en Gamla-testamentið er lagt til hliðar og ekki birt. Sem
dæmi um kenningar hinnar nýju „Bibliu" er eftirfarandi smáklausa:
— Það getur ekki verið rétt, að Jesús sé fæddur í Betlehem í Júdeu.
Nei, hann er borinn í Galíleu. Þar voru mörg þjóðabrot saman komin
og blönduð og „ekkert er því til fyrirstöðu, að foreldrar Jesú hafi
getað verið aríar". Þannig er á mörgum stöðum hagrætt hinum gömlu
orðum og málsgreinum. Þar sem orðin „sonur Davíðs" eða „borg
Davíðs" koma fyrir i sambandi við Jesú, eru þau annaðhvort þurrkuð
út í þessu nýja riti eða önnur orð sett í staðinn.
Ekki hefur þessi nýja „Biblía" þó náð einróma vinsældum í Þýzka-
landi. Kirkjuritið „Ung kirkja“ hefir hafið skarpa gagnrýni á hina
nýju „Biblíu".
Nýtt blóð.
Dr. Alexis Carrel, hinn heimskunni höfundur bókarinnar: Maður-
inn óþekktA, hefir nýlega látið til sín heyra um uppeldismálin. Dr.
Carrel hefur hlotið Nobelsverðlaun, hann starfaði við Rockefellerstofn-
unina í Bandarikjunum, en þegar hann lét þar af störfum, fluttist
hann til Prakklands, og bjó þar um skeið. Eftir fall Frakklands í nú-
verandi heimsstyrjöld, hvarf hann aftur til Ameríku og dvelur þar nú
Dr. Al. Carrel segir, að nýskipum í háttum manna sé nauðsynleg.
Hver einstaklingur þarf að byggja upp fagurt líf sitt og gott, með því
að leggja rækt við hina ævarandi þrenningu mannlegra eiginleika: lik-
amlega, andlega og siðferðilega. Vilji einstaklingurinn eignast varanlega
lífsgleði og láta góðvilja sinn og gáfur styðja menningarviðleitnina, þarf
hann fyrst og fremst að vera allsráðandi yfir hinum fyrmefndu hæfi-
leikum. Afdráttarlaus sjálfsagi, árum saman, á öllum sviðum, getur
hjálpað manninum til þess að komast út fyrir meðalmanns takmark-
anir. Menn verða að hafa ákveðið mark, fylgja ströngum reglum,
sigrast á nautnum og stundarþægindum, lifa ekki fyrir matargæði,