Menntamál - 01.09.1941, Blaðsíða 38
84
MENNTAMÁL
maður, og stóð í fylkingarbrjóstl hinnar ungu og veigalitlu
stéttar, fyrstu tugi þessarar aldar. Það þurfti nýta menn
og ósérhlífna, til þess að standa af sér aðkast hinna svip-
ulu vinda, er léku um forystumenn uppeldismálanna á
þeim tímum. Hallgrímur hafði margt til síns ágætis: hann
var eldheitur umbótamaður, gáfaður, snjall í máli og ekki
hlédrægur, fórnfús í starfi og vildi vel. Einlægan og hlýjan
hug hefur hann jafnan borið til samtaka stéttar sinnar,
svo sem sjá má af fjárhæðum, sc;m hann hefur tvívegis
gefið til Kennarasambandsins. Á síðari árum hefur Hall-
grímur gerzt hlédrægur á opinberum vettvangi um mál
kennara.
Auk kennslustarfa hefur Hallgrlmur Jónsson fengist við
fjölmörg verkefni, bæði í félagastaifsemi og á öðrum vett-
vangi. Verður það eigi rakið héi. Þá var hann allmikil-
virkur rithöfundur um skeið, og orti bæði í bundnu máli
og óbundnu, svo sem kunnugt er.
Hallgrímur er kvæntur Vigdísi Erlendsdóttur frá Álfta-
nesi. Börn Hallgríms á lífi eru þessi: Fríða kennari, María
læknir, Meyvant prentari og Anna kennari.
Menntamál óska Hallgrími og fjölskyldu hans allra heilla
í framtíðinni, og þakka honum, fyrir hönd kennarastétt-
arinnar, ágætt brautryðjandastarf í þágu uppeldismála
landsins.
Vonandi gefst Hallgrími nú kostur að sinna öðrum hugö-
arefnum sínum, skáldskap og leitinni á andlegum sviðum,
en að því hefur hugur hans hneigst um langt skeið.