Menntamál - 01.09.1941, Blaðsíða 30
76
MENNTAMÁL
„Með gamaldags viðhöfn og virðingu leiddi Sjóðríkur
frænku sína til sætis til hægri við sitt eigið, sem tilheyrði
húsmóður heimilisins." Tfn sem vísar ekki til rétts orð í
aðalsetningunni og .... sitt eigið .... minnir óþægilega á
dönsku í þessu sambandi. Kennir víða í bókinni útlendra
áhrifa, eins og t. d. í þessum málsgreinum: „Hann hefði
getað heitið fríður, ef ekki bogna bakið hefði borið merki
hatursins." — „Jafnvel þessi burtreið í dag var, hinum
fyrirlitna Gyðingi að þakka, því hann hélt kostnaðinn af
henni.“ Hélt kostngðinn af henni. Ekki er svo sagt á ís-
lenzku. Sagt er að borga eitthvað eða standa straum af
einhverju o. fl. þ. h., en ekki að halda kostnað af einhverju.
„Tóku þeir hinn göfuga Ríkarð langt fram fyrir hinn
falska bróður hans.“ Venjan hefir verið sú, að taka einn
fram yfir annan, þótt ekki kunni það alltaf að hafa verið að
verðleikum, en hins vegar geta sumir menn varla tekið svo
hvorn fótinn fram fyrir annan, að þeir hnjóti ekki. Það
mætti einnig segja um þá, sem er mjög hnotgjarnt á rit-
vellinum.
Einni söguhetjunni, stúlku, sem tekin hefur verið til
fanga, eru lögð þessi orð í munn: „.... og ætlar loks að
láta mig líða grimdarlega dauðdaga." — „Eitt sinn skal
hverr deyja“, kvað Þórir jökull forðum, en hér mætti ætla,
að stúlkan teldi sig eiga að gjalda þá skuld oftar en einu
sinni. Svo er þó ekki, og ekki mun hér um prentvillu að
ræða. Grimmdarlega mun vera hér atviksorð og merkir
með grimmdarlegum hætti og finna allir, hversu höndug-
lega því orði er fyrir komið í setningu.
Og skyldi það ekki reynast einhverju barni örðugt að
finna rökrétta hugsun í þessari klausu: „Arflaus riddari
undraðist stórum örlæti Rebekku, sem hann ákvað að
nota sér ekki, eigi síður en göfuglyndi ræningjanna.“
Þá er hér ein mannlýsingin: „Hann var líkastur ein-
kennilegum hrærigraut af móðguðu stolti, aflögðum
spjátrungsbúningi og líkamlegri hræðslu.“ Geta hlustend-