Menntamál - 01.09.1941, Blaðsíða 22

Menntamál - 01.09.1941, Blaðsíða 22
68 MENNTAMÁL myndar um alla rausn og prýði. Þeir eru orðnir margir, sem á þessu tímabili hafa notið gestrisni ykkar og glað- værðar, er seint mun gleymast. Allan þennan tíma hafið þið lagt stóran skerf til menningarmála í þessu byggðar- lagi og nú síðast sýnt hug ykkar og velvilja til æskulýðs þessa kauptúns, með því að ánafna barnaskólanum öllu bókasafni ykkar, sem bæði er mikið að vöxtum og gæðum. Fyrir allt þetta flytjum vér ykkur vort innilegasta þakklæti. Sem lítinn vott þess, hvers vér metum hina höfðinglegu gjöf ykkar, afhendum vér ykkur vísi að sjóðsstofnun, sem beri nafn ykkar og á sínum tíma skuli varið til viöhalds og aukningar bókasafni barnaskólans, eftir nánari reglum, er þið setjið þar um.“ Er gjöfin frá þeim Stykkishólmsbúum þegar orðin fullar 1000 krónur, og má gjöra ráð fyrir, að sjóðurinn haldi áfram að vaxa, bæði við gjafir og áheit. Það er vel, að nöfn þeirra hjóna geymist þannig um aldir í sögu Stykkishólms. Þau eru ágæt og merk, enda af góðu bergi brotin. Má rekja kyn frú Ásgerðar að Heiði i Gönguskörðum, og er það ætt þeirra séra Sigurðar í Vigur og Stefáns skólameistara. En ætt Ágústs í föðurkyn er ætt Tómasar Sæmundssorrar. Verður seint fullba^kítð starf þeirra fyri&-Stykkisháttn->bg héraSið umhverfis. Það er því sannmæli,'er Jakob Thorarensen kveður til þeirra á gull- brúðkaupsdaginn: \" Öótt ýmsir telji að fjari út fornar dyggðir og feyru slái á drengskaparins brag, um Snæfellsness- og Breiðafjarðarbyggðir til brúðkaups þessa gull mun sent í dag — það gullið skíra, er geyma vinahugir, og gjöld þess skyldu vel af hendi reidd. En engu betur annað gull þar dugir, svo ykkur verði héraðsskuldin greidd. Þau hjón hafa nú samið skipulagsskrá fyrir sjóðinn, og er hún á þessa leið:

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.