Menntamál - 01.09.1941, Blaðsíða 35
MENNTAMÁL
81
var ekki til greinarmunur grófra og fínna starfa. Hún gekk
á undan öðrum til alls þess, er úrlausnar beið og þarflegt
var. Auðug var hún af samúð en átti óskeikula dómgreind,
og mat hennar á mönnum og málefnum fór eftir verðleik-
um. Og svo var réttlætismeðvitundin sterk, að meðaumkun
hennar var aldrei tilefnislaus, og er slíkt sjaldgæft. Þó var
samúð hennar svo rík, að hún mátti ekki aumt sjá. Enginn
sem ég þekki og starfað hefur til almenningsheilla, hefur
unnið af meiri samvizkusemi og kostgæfni með jafnágætum
árangri. Margir leituðu hér fundar frú Helgu, heimamenn
og gestir, yngri og eldri, sjúkir og sorgmæddir. Öllum
hafði hún eitthvað að gefa af lífsreynslu sinni, þekkingu
og þreki. Öllum gat hún látið í té traust og bjartsýni, lífs-
orku og líkn. Eiðaskóli og umhverfi hans hefir mikils misst
við brottför hennar. Enginn hefur unnið hér fleiri góðverk,
enginn grætt jafnmörg sár.
Nú er hún önduð. Ég ætlaöi ekki að trúa eigin eyrum,
þegar útvarpið flutti þá fregn, og vissi ég þó vel, að heilsa
hennar var tæp. Frú Helga lét sér jafnan meir umhugað
um heilbrigði annarra en sjálfrar sín. Hún var hjúkrunar-
kona meir en að mennt og fórnaði sér fyrir alla þá, er um-
sjár hennar þörfnuðust. Slíkar konur lifa, þótt þær deyi.
Að frú Helgu er mikill mannskaði. Hún átti marga vini,
sem trega hana. í návist hennar var svo auðvelt að sætta
sig við hlutskipti sitt og gleyma öllu mótdrægu. Brotnað
hefir skarð í þann hring, er fylkir sér um hag og heill
æskulýös og menningarmála þessa lands. Og þaö skarð
verður vandfyllt.
Einn er þó sá, sem mest afhroð hefur goldið. Á ég þar við
eftirlifandi mann frú Helgu, Jakob Kristinsson fræðslu-
málastjóra. Eitt á hann samt, sem aldrei verður frá honum
tekið: minninguna um frábæra konu að gáfum og göfgi.
Svo bjart var yfir samvinnu þeirra, að ég veit ekkert fegra
dæmi slíks. Og ég get varla hugsað mér frú Helgu og Jakob
nema hlið viö hlið. Þess vegna trúi ég því, að hugur hennar