Menntamál - 01.09.1941, Page 10
56
MENNTAMÁL
að Grímur staðfæri finnska þjóðsönginn. Kvæði hans er
ekki finnskt. Það er alíslenzkt, ekki aðeins að orðfæri,
heldur einnig að efni. Að þessu athuguðu, getum við nú
gert okkur ljóst, að það er að flestu leyti heldur óviðfelldið
að nota við þetta kvæði finnska lagið. Björgvin Guðmunds-
son hefir samið lag við þetta kvæði. Það lag fellur af-
bragðs vel að textanum, og virðist mér nú, að hér vanti
aðeins eitt, en það er boðleg þýðing á finnska þjóðsöngn-
um. — B. G. hefir ort upp annan húsgang, þar sem er:
„Sofðu unga ástin min“. Við eigum við það kvæði islenzkt
þjóðlag, sem er dýrindis-perla, og ekki verður um of á
lofti haldið. Samt heyrum við oft sungið lag Björgvins.
Ég held það stafi af því, að þar ómar íslenzkur strengur.
Lítum nú sem snöggvast á kvæði Þorsteins Gíslasonar,
„Þjóðtrú“:
„Á Finnafjallsins auðn —
þar lifir ein í leyni sál.“
Skáldið hefir þegar vakið forvitni okkar.
„Við lækjaniðsins huldumál,
á Finnafjallsins auðn
hún sefur langan sumardag,
en syngur þegar haustar lag,
á Finnafjallsins auðn.
í fyrstu er lagið ljúft og stillt,
er lengir nóttu ært og tryllt
á Finnafjallsins auðn.
En snýst í vein í vetrarbyl
er veðrin standa um Illagil
á Finnafjallsins auðn.
Það hefir marga’ af vegi villt
og voða sjónum hugi fyllt,
— á Finnafjallsins auðn.“
Það er ekki erfitt að fylgjast með þesari lýsingu. „Lang-