Menntamál - 01.03.1952, Síða 17

Menntamál - 01.03.1952, Síða 17
menntamál 11 um árangri, hvernig þeir gætu kynnzt sjálfum sér, hæfi- leikum sínum og takmörkunum, og hvernig þeir gætu hag- að sér skynsamlegast í samræmi við þá þekkingu. 2. ár. a) Ýmiss konar námsskeið. Annað árið voru haldin 3 námsskeið í sálarfræði, eitt í almennri sálarfræði, ann- að um barnið og umhverfi þess og hið þriðja um skapandi starfsemi t. d. teiknun, málun, mótun o. s. frv. Á námsskeiðinu í almennri sálarfræði er fjallað um margt, sem miklu máli skiptir t. d. greind, minni, eftir- tekt, nám o. fl. Varðandi barnið og umhverfi þess var einkum vakin at- hygli á þeim áhrifum, sem börn verða fyrir á heimilum, í skólum og úti við, enn fremur lögð áherzla á mismun- andi þarfir aldursskeiðanna, m. a. í því skyni að kenn- araefnunum lærðist að velja hæfileg viðfangsefni, leik- föng og önnur tæki handa börnunum og yfirleitt að búa þeim æskilegt umhverfi. Á þriðja námsskeiðinu var kennaraefnunum einkum kennt að fara með ýmiss konar efnivið, svo sem: pappír, pappa, leir, tré, o. fl. Mikil áherzla var lögð á uppeldisleg viðhorf og hversu börn verði bezt örvuð til skapandi starfsemi. b) Athuganir á börnum. í sambandi við námsskeiðið um barnið og umhverfi þess var hver nemandi látinn stunda athuganir á börnum í smábarnaskólum, 2 stundir á viku hið minnsta nokkura mánuði. Þegar nemendurnir komu aftur frá slíkri heimsókn, skiluðu þeir skýrslu um athuganir sínar. Voru skýrslurnar síðan ræddar. Að lokum var svo hver nemandi látinn athuga eitt barn sérstaklega rækilega, 2 stundir á viku mánuðum saman. Komu nemendur sér þá jafnan í kynni við heimili barnanna. Ætlazt var til, að eftirtöldum atriðum væri gaumur gefinn: hvers konar venjum, málfari, áhugaefnum, til-

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.