Menntamál - 01.03.1952, Síða 21

Menntamál - 01.03.1952, Síða 21
menntamál 15 starfsrita, t. d. Weygandt út frá tilrauna-svefnsálarfræði. Tilraunirnar gerði hann eingöngu á sjálfum sér. Að loknu dagsverki lagði hann saman tölur á samlagningarspjaldi Kraepelins hálfa stund í senn, fékk sér síðan hálfrar stund- ar svefn, tók síðan aftur til við samlagninguna í hálfa stund. Það kom í ljós, að réttar útkomur eftir seinni hálf- tímann þ. e. a. s. eftir mjög stuttan svefn, voru greinilega fleiri en eftir hinn fyrri, þ. e. a. s. fyrir svefninn. Og enn- fremur kom það í ljós, að þó að hann svæfi lengur en hálfa stund, jukust afköstin ekki, sem neinu nam, jafnvel ekki eftir heillar nætur svefn. Tilraunapersónan hafði þannig, eftir aðeins hálfrar stundar svefn, aftur áunnið sér fulla starfsgetu við þá andlegu vinnu, sem nefnist samlagning. — Hann notaði síðan sömu aðferð við aðra og verulega ólíka andlega vinnu, sem sé við utanbókarnám einstafa talna, þ. e. hreint minnisverk. Og nú fékk hann allt aðrar niðurstöður, þar sem hámarksafköst náðust fyrst eftir fimm stunda svefn. Þetta átti því, eftir fullyrðingu Wey- gandts, að vera fullkomin sönnun þess, að utanbókarnám talnadálka krefðist miklu meiri andlegrar áreynslu en vélræn samlagning. Það er dagleg reynsla í skólanum, og það er raunar sjálfsagður hlutur, að ýmsar bók- og verknámsgreinar hafa ekki jafnþreytandi áhrif á nemendurna. Þess vegna W. a. er talað um þungar eða erfiðar námsgreinar annars vegar og um léttar námsgreinar hins vegar. En þetta al- ttienna mat er yfirleitt ekki grundvallað á nákvæmri þekkingu eða áreiðanlegum rannsóknum. Þegar samin er stór og erfið stundaskrá er farið með menn, bekki og náms- greinar eins og peð á taflborði, taka þarf tillit til fjöl- Wargra atriða, þá verður venjulega erfiðleikastig eða þreytugildi námsgreinanna létt á metunum. Námsgreinarn- ar verða að fá þann tíma og þann stað, sem bezt þykir henta í það og það skiptið. Það er sérstaklega eitt atriði, sem lítt er rannsakað. Það

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.