Menntamál - 01.03.1952, Page 23

Menntamál - 01.03.1952, Page 23
menntamál 17 húðarinnar. Mosso, Bettmann og fleiri komast að sömu nið- urstöðu eftir öðrum leiðum. Það er sérstaklega ein sti'ang-vísindaleg rannsókn frá síðari tímum, sem hér verður að minnast nánar á. Það er rannsókn Friedrichs Hemsmeier. („Wirkung des Turnunt- errichts auf die geisstige Leistungsfáhigkeit der Schul- kinder.“) Þessi rannsókn er sérstaklega fróðleg í þessu sambandi vegna þess, að varla nokkur sambærileg rann- sókn hefur verið gerð með svo hagkvæmum tökum á sjálfu verkefninu og svo rækilega undirbúinni og vandaðri aðferð (metodikk). Sem ráðunautur við þetta verk starfaði líka kennari Hemsmeiers í sálarfræði, Theodor Ziehen próf- essor. Tilraunirnar voru gerðar við ýmsa barnaskóla í Halle árin 1924—1926. Verkefnið var ekki að rannsaka saman- lögS áhrif af langvarandi leikfimikennslu, heldur æskileg eða óæskileg áhrif hvers einstaks leikfimitíma á afkasta- getu nemendanna við andleg viðfangsefni í næstu kennslu- stundum á eftir. Og þetta er vitanlega kjarni málsins. Þetta var gert í því skyni að gera sér grein fyrir, hvernig æskilegt væri að koma leikfiminni fyrir á stundaskrá. — Tilraunirnar voru gerðar á nemendum á aldrinum 10—14 ára í mörgum hliðstæðum bekkjum og nákvæmlega sama stundaskrá notuð fyrir þá alla. Fyrst kom kennslustund í landafræði og þá í reikningi með venjulegum frímínútum á milli, því næst leikfimi í 45 mínútur, þ. e. venjuleg kennslustund, með sálarfræðirannsókn í 20—25 mínútur á undan og eftir. Eftir frímínúturnar kom svo venjuleg kennslustund í gagnfræðagreinum (eðlisfr., efnafr., dýra- fr., grasafr.) Síðan lauk deginum með sálfræðilegri rann- sókn. Þessi stundaskrá var framkvæmd tvisvar sinnum í hverj- um bekk, einu sinni með orðritunarprófi og athyglisprófi °g einu sinni með deilingarprófi og að geta í eyður (Ebb- mghaus-prófi.)

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.