Menntamál - 01.03.1952, Page 25

Menntamál - 01.03.1952, Page 25
menntamál 19 að draga úr afkastagetunni. Þar sem þessi áhrif að sjálfsögðu stefna í óæskilega átt, felur þessi niður- staða í sér aðvörun, er varðar jafnt hið líkamlega sem hið andlega skólastarf. 5. Æskileg áhrif leikfimikennslunnar eru yfirleitt minni, eftir því sem nemendur eru yngri, sömuleiðis fyrir stúlkur en dregni og yfirleitt eftir því minni sem lík- amsþróttur er minni. Af þessu verður ljóst, að allt er komið undir því, hve mikil áreynslan er í hverri kennslustund. Ef henni er ekki hagað eftir aldri nemenda og þess ekki gætt, að stúlkurnar þarfn- ast annars en drengirnir, ok loks ef ekki er um það hugsað, að í öllum bekkj um eru þróttlitlir nemendur, þá er illa far- ið. Sá, sem gætir þessa ekki er allsendis óhæfur leikfimi- kennari. Drengirnir þola bezt leikfimi á aldrinum 13—14 ára, stúlkurnar aftur á móti rétt á undan eða við byrjun kynþroskaskeiðsins. Hemsmeier verður á grundvelli rannsókna sinna að fall- ast algerlega á sjónarmið Meumanns varðandi staðsetningu leikfimi á stundaskrá. Eins og vitað er, hefur Meumann einnig rannsakað þetta mál, og hann fullyrðir, að leikfimi- tímana eigi ekki að setja á milli andlegra námsgreina, held- ur að hafa þá annað hvort í síðasta morguntímanum eða sér- stökum einstæðum tímum eftir hádegið. Þessi lausn, að hafa leikfimina eftir hádegið, mundi áreiðanlega vera sú heppilegasta, jafnt fyrir leikfimina sem aðrar námsgrein- ar skólans. Hægt væri þá að flokka nemendurna af meiri ábyrgð. Þar þyrfti ekki aðeins að flokka eftir aldri og kyni, heldur einnig samkvæmt líffræðilegum forsendum og lík- amsbyggingu, án tillits til bekkjarstigs eða bekkjarfélags- skapar. Við slíka tilhögun mundi leikfimiskennslan vissu- lega hafa önnur áhrif en nú. Höf. rannsakaði stundarskrá í 16 barnaskólum í bænum árið 1932—1933. Um niðurstöðurnar segir hann: 1- Það er betra að láta skóladaginn enda á hagkvæm-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.