Menntamál - 01.03.1952, Page 28

Menntamál - 01.03.1952, Page 28
22 MENNTAMÁL Guðmundur Þorláksson var fararstjóri, þangað til leið- ir skildu í Höfn. Gegndi hann því hlutverki með ágætum, og erum við honum þakklát fyrir leiðsöguna. Skal nú drepið hér á nokkra þætti úr ferðinni. Flestir þátttakendur komu með „Gullfossi“ til Kaup- mannahafnar að morgni laugardagsins 14. júní s. 1. Á hafnarbakkanum voru samankomnir kennarar þeir, sem við bjuggum hjá í Höfn, varafræðslumálastjóri borgar- innar, Otto V. Nielsen og Erik Andersen, fulltrúi Nor- ræna félagsins þar. En hann bar mestan veg og vanda af móttökum okkar í Höfn, því að Norræna félagið hafði tekið að sér að sjá um dvölina fyrir hönd dönsku kennara- samtakanna. Að afliðnu hádegi bauð yfirborgarstjóri Kaupmanna- hafnar okkur velkomin í Ráðhúsinu. Um kvöldið sátum við veizlu kennarasamtakanna í einum af skemmtistöðum Tivoligarðsins. Næstu 4 daga ferðuðumst við um borgina og skoðuðum helztu skólastofnanir. Höfn hefur sérstöðu í danska skólakerfinu. Hún hefur sérstaka fræðslumálastjórn, sem er óháð fræðslustjórn landsins í heild. Þeir skólar, sem við sáum, voru flestir byggðir eftir 1930. Allt voru þetta geysistórar skólabygg- ingar: Sönder-Jyllandskolen er mjög glæsileg ný bygging í Fredriksberg með geysistórum leikvöllum og sundhöll í miðri byggingunni. Úti á Amager er fögur skólabygging, sem reist var laust fyrir stríðið og nefnist Skolen ved Sundet. f tengslum við hann er merkileg stofnun, þar sem er Friluftskolen, skóli fyrir heilsuveil börn. Þar dveljast um 20—30 nemendur. Þeir njóta sérstakrar umönnunar lækna og sérfræðinga, og er aðalbyggingin stærðar gler- höll, þar sem börnin fá notið hvíldar og sólarbirtu eftir þörfum. f Kirkebjergskolen, sem er af svipaðri stærð og fyrrnefndir skólar, voru öll börnin saman komin í hátíðar- salnum og tóku á móti okkur með íslenzka þjóðsöngnum. Verður sú stund okkur ógleymanleg. Þeir skólar, sem hér

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.