Menntamál - 01.03.1952, Side 32

Menntamál - 01.03.1952, Side 32
26 MENNTAMÁL Ritstjórarabb. II andritamálið. Allar horfur eru á því, að sú hin mikla stund nálgist, að Danir geri heyrinkunn svör sín við tilkalli íslendinga til fornra, íslenzkra handrita í vörzlu þeirra. Öll málsat- riði hafa nú hlotið fullnaðarrannsókn og þeir aðilar, hand- ritanefndin og háskólinn, sem danska ríkisstjórnin kvaddi sér til ráðuneytis, hafa skilað áliti. Álit nefndarinnar var hvergi nærri samhljóða, en af hennar hálfu kom þó fram öflugur stuðningur við málstað Islendinga. Álit háskól- ans var að vísu neikvætt, en á bak við það stóð svo veikur meirihluti sem orðið gat, þar eð hann valt á einu atkvæði. Má því í rauninni telja, að háskólinn leggi nærri því jafn- þung lóð í hvora skál. Hver sem svör dönsku ríkisstjórnarinnar verða, er það fullvíst, að á þessu máli er ekki til nema sú eina lausn, að íslendingum verði skilað öllum þeim handritum, sem að meginefni til varða íslenzkar menntir. Ef það verður ekki gert í fyrstu lotu, verður sóknin enn staðfastari af okkar hálfu, unz handritin eru komin til sinna réttu heimkynna. En hins vegar megum við íslendingar sannarlega minn- ast þess af þakklátum huga, að margir hinna ágætustu Dana hafa sýnt málstað okkar aðdáunarverðan skilning og okkur sjálfum fölskvalausa vináttu. Er það dönsku þjóðinni til ævarandi sóma, að slíkt veglyndi og svo há- leitt siðferði í samskiptum þjóða á meðal skyldi hafa með henni þróazt á þessari skeggöld. Þessu megum við aldrei gleyma, hvað sem í kann að skerast. Við megum líka vera minnugir þess, að endurheimt handritanna leggur okkur miklar skyldur á herðar. Al- þingi hefur heitið því, að þær skyldur skuli ræktar. En

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.