Menntamál - 01.03.1952, Qupperneq 38

Menntamál - 01.03.1952, Qupperneq 38
32 MENNTAMÁL að segja má, að hann hafi helgað fræðslunni allt sitt líf. Þeir eru fáir, kennararnir, sem borið hafa merki uppeldis- málanna lengur en hann, eða haldið því betur á lofti. í þessu riti var Karls minnzt allrækilega, þegar hann var sjötugur (sjá Menntamál XIX, 1. h.). Skal það ekki endur- tekið hér, en vísað til þess, sem þar er sagt. En mér þykir hlýða, að Menntamál taki hér kafla úr minningargrein um Karl, sem birtist í Tímanum, að honum látnum. Höf- undur hennar, Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri, var einn fyrsti nemandi Karls og lýsir þar snilldarlega áhrifum hans sem kennara. — Greinin er birt með leyfi höfundar. „Karl Finnbogason var frábær kennari. En ég hygg að lífið og atvikin hafi markað honum þrengra verksvið en æskilegt hefði verið fyrir fræðslumál okkar. Ungur gaf hann út LandafræSi handa börnum og unglingum. Hún var sjö sinnum endurprentuð. Hyggin og framsýn fræðslu- málastjórn myndi hafa falið höfundi hennar samningu kennslubóka. Fræðsla og leiðsögn til handa þroskuðum nemendum myndi og hafa veitt stórgáfum Karls og mælsku hentara verksvið. Skapfar Karls sjálfs og lífssýn mun hafa átt sinn þátt í að marka honum starfssvið og fremstu mörk á vettvangi opinberra mála. Karl var hugbundinn yndi og fegurð frum- stæðrar náttúru. Hann mat sálarheill sína umfram allt annað. Hann unni friðsemi, góðfýsi, vinsemd og hjálpfýsi. Ástúðin varð ríkastur þáttur í breytni hans og fasi. Fyrir því var hann mikið elskaður og hverjum manni vinsælli. Andstæðingar hans í opinberum málum jafnt og sam- herjar hans virtu hann og elskuðu. Hann átti engan óvin. — Karl var mikill hugsuður. Hann vildi gerskoða allar hliðar hvers máls og kjarna þess. Sannleikurinn var hon- um fyrir öllu. Hann sá veilur í málstað, þar sem óvand- fýsnir og harðsnúnir oddvitar mála sáu slétt yfirborð og beina flokkslínu. Hann kaus jafnan að þjóna heilindum hvers konar félagsmálastarfs og mat eigin samvizku meira

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.