Menntamál


Menntamál - 01.10.1952, Page 10

Menntamál - 01.10.1952, Page 10
80 MENNTAMÁL félaga, og jafnframt að þroska persónuleika þess og ábyrgðartilfinningu bæði gagnvart sínu eigin þjóðfélagi og gagnvart heiminum í heild. b. Blaðalcostur skólanna. Eins og áður er getið, var haldin sýning á blöðum skóla fjölmargra landa, enda var blaðakostur skólanna einn liður í dagskrá þingsins. Ekki spunnust miklar um- ræður um málið, en fram komu almennar raddir um að gera meira að því að skiptast á blöðum milli landanna. Eftirfarandi ályktun var samþykkt: 1. Blöð skólanna ættu að ætla alþjóðamálum pláss, og ef hægt er ætti einn dálkur ávallt að vera ætlaður þeim málum. 2. Þessi dálkur ætti að hafa að geyma tilkynningar frá alþjóðasamtökum, þar á meðal einkum ályktanir kennaraþinga. Mælzt er til þess, að tímaritin leitist við að ræða umræðuefni alþjóðaþinga á tilhlýðileg- an hátt. 3. Reynt sé, eftir því sem frekast má við koma, að komast í samstarf við félagssamtök annara landa. 4. Beiðnir um skipti á nemendum og kennurum frá öðrum löndum séu birtar ókeypis. 5. í bókafregnum sé getið atriða, sem kennarar er- lendis geta haft áhuga á. 6. Koma skal á sem víðtækustum blaðaskiptum við önnur félagasamtök. 7. Tímarit skólanna skulu leitast við að veita ábyggi- legar upplýsingar bæði almenningi yfirleitt svo og stjórnarvöldum, þingmönnum, skólayfirvöldum og foreldrafélögum og jafnframt sjá um, að tilkynn- ingar og ritstjórnargreinar birtist um skólamál í blöðum og tímaritum landsins. Samþykkt var ennfremur að biðja UNESCO um:

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.