Menntamál


Menntamál - 01.10.1952, Page 14

Menntamál - 01.10.1952, Page 14
84 MENNTAMÁL ÞÓRLEIFUR BJARNASON námsstjóri: Fátt í fréttum. Ritstjóri Menntamála hefur spurt mig frétta um skólamál á Vestur- landi. Hann lætur sér ekki nægja hið meinlausa svar, að fréttir séu engar. Hef- ur það þó stundum þótt jafngilda góðum fréttum. Þótt hér vestra hafi ein- hverju orðið umþokað í bættu skólahúsnæði, betri tækjum til kennslu og f jöl- þættari vinnubrögðum í skólastarfi, er varla hægt að telja það til mikilla tíð- inda. Á seinustu tíu árum hafa verið reist þrjú ný skólahús í kauptúnum hér vestra, og hafin er bygging hins fjórða. í einu kauptúninu hefur farið fram lítil- fjörleg stækkun á skólahúsi, svo að það nægir þörfum skólahverfisins næstu ár. Fimm kauptún búa enn við skólahús, sem reist voru skömmu eftir seinustu alda- mót. Flest þeirra voru byggð af stórlæti og rausn, sem nú er mjög eftir sig orðin. Nær öll þessi kauptún þurfa nýrra skólahúsa og sum þeirra hið bráðasta. í sveitum á Vesturlandi er farskólaformið að lang- mestu leyti enn ríkjandi. Á seinustu árum hefur lítið um þokazt til breytingar þar á, en þó ekki örgrannt um

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.