Menntamál


Menntamál - 01.10.1952, Qupperneq 25

Menntamál - 01.10.1952, Qupperneq 25
menntamál 95 HELGI TRYGGVASON kennari: Skólar og skuggamyndir. Svo segja fróðir menn, að sá sem sjónina missir, hafi misst þrjá fjórðu af þeim skynjunum, sem berast manni að jafnaði daglega. Ef við sjáum hlutina, þekkjum við þá betur en af sögusögn einni, því að sjón er sögu ríkari. Kennarar ættu því að starfsetja augu nemenda eins og bezt verður við komið. Með orðum og letri á blaðsíðum bókanna hyggjumst við að sýna nemandanum svart á hvítu, hvernig hverju einu er varið. En langt er frá, að letrið tryggi það, að hugmyndirnar, sem komast á kreik við lesturinn, séu nokkuð nærri lagi. Góð mynd með nokkrum útskýringarorðum getur hins vegar flutt furðu rétta hugmynd inn í vitund nemandans. Tækni síðustu ára hefur gert alls konar myndir tiltæk- ari en áður var. Það er skuggamyndin og kvikmyndin, sem ég ætla að ræða hér stuttlega. Kyikmyndin er oft tal- in fullkomnust allra mynda til kennslu, og vissulega hef- ur hún margt sér til ágætis. En samt telja margir slcugga- myndina meira kennslutæki, þegar á allt er litið. Skugga- myndin er líka á sigurför víða erlendis. Sýningarvélar eru orðnar mjög handhægar og gefa mjög skýrar myndir, jafnvel þó að gluggar séu lítið byrgðir eða ekki, sérstak- lega þegar um svartar og hvítar myndir er að ræða. Lit- filman er vandlátari um sýningarskilyrði. Einnig myndir á pappír, sem sýndar eru með endurkasti ljóssins. Lesendum Menntamála til athugunar geri ég stuttan samanburð á þessum tveimur kennslutækjum. Kvikmynda- vélin segir mjög heillega sögu og lifandi, endursegir sjálfa tímaárásina, heila atburði, fellir ekkert undan.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.