Menntamál


Menntamál - 01.10.1952, Page 30

Menntamál - 01.10.1952, Page 30
100 MENNTAMÁL Jón Þ. Björnsson skólastjóri lætur af störfum sjötugur að aldri. Þeir, sem setið hafa ráð- stefnur og málþing kenn- arasamtakanna á undan- förnum árum, minnast frá þeim samfundum góðlát- legs manns með meitlaða andlitsdrætti og frán augu. Hann hefur sjaldan látið sig vanta þar og fylgzt með afgreiðslu mála af meiri kostgæfni en flestir aðrir og verið okkur hin- um hljóðlát áminning um það, að alúð bæri að sýna þessum málefnum. Nú er þessi áhugasami maður, Jón Þ. Björnsson skóla- stjóri, sjötugur orðinn og lætur af störfum samkvæmt landslögum. Ritstjóri Menntamála hefur ekki kynnzt hon- um og starfi hans á öðrum vettvangi en kennaraþingum, en kunnugir segja sömu sögu af elju hans og árvekni við daglega iðju og vandamál byggðarlags síns. Jón Þ. Björnsson er fæddur í Háagerði á Skagaströnd 15. ágúst 1882. Foreldrar hans, Björn Jónsson og Þor- björg Stefánsdóttir (systir Stefáns skólameistara og séra Sigurðar í Vigur) bjuggu síðar á Heiði í Gönguskörðum og á Veðramóti. — Jón stundaði fyrst nám í Möðruvalla-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.