Menntamál


Menntamál - 01.10.1952, Qupperneq 36

Menntamál - 01.10.1952, Qupperneq 36
106 MENNTAMÁL 12. fulltriíaþing S. I.B. 12. fulltrúaþing Sambands islenzkra barnakennara var Iialdið i Mela- skólanum i Reykjavík dagana 5.—8. júnf 1052. Formaður sambandsins setti ])ingið ineð ræðu. Forsetar voru kjörn- ir: Sigurður Eyjólfsson skólastjóri, Selfossi, Gunnar Guðmundsson yfir- kennari, Reykjavik og Hlöðver Sigurðsson skólaslj., Siglufirði. Ritarar: Þórður Pálsson kennari, Reykjavik, Guðmundur M. Þorláksson kennari s.st., Björn Daníelsson kennari, Dalvik og Sigfús Jóelsson skólastjóri, Reyðarfirði. Þingið sálu 40 kjörnir fulltrúar. Aðalmál þingsins voru: a) próf og 1)) námsbækur og kennslugögn. Hafði Jónas R. Jónsson fræðslufulltrúi framsögu um prófin, en Guðjón Guðjónsson skólastjóri um námsbækur og kennslugögn Enn fremur flutti dr. Björn Sigfússon erindi um íslenzka stafsetningu. Einn dag sátu fulltrúar miðdegisverðarboð borgarstjóra. Enn frem- ur skoðuðu ýmsir þeirra uppeldisstofnanir undir leiðsögn fræðslu- fulltrúa. Þessar samþykktir voru gerðar á þinginu: 1. Fulltrúaþingið ákveður að greiða úr sjóði S. í. B. tvö þúsund krónur lil væntanlegrar byggingar yfir handritasafn. 2. Fulltrúaþingið samþykkir að vcrja nokkru fé til undirbúnings á útgáfu kcnnaratals. 8. Fulitrúaþingið telur Rikisútgáfu námsbóka bráðnauðsynlega vegna barnafræðslunnar í landinu. Vegna þess að kostnaður við útgáfu bóka hefur margfaldazt á und- anförnum árum og fer síhækkandi, er brýn og sjálfsiigð nauðsyn, að Ríkisútgáfan fái miklu meira fé til framkvæmda sinna lieldur en áður hefur verið. Virðist aðeins um tvær leiðir að velja til þess að afla nægi- Iegs fjár: annað hvort að liækka námsbókagjöldin eða að ríkissjóð- ur taki að sér að grciða kostnað við starfseini Ríkisútgáfunnar á sama liátt og hann greiðir kostnað við starfsemi annarra ríkisstofnana. Vegna þess hve fjárhagur útgáfunnar liefur verið þröngur, eru bækurnar ckki eins vel úr garði gerðar og nauðsynlegt er, bæði um myndskreytingu og band, og enn vantar algjörlega kennslubækur í lögboðnum kennslugreinum.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.