Menntamál - 01.04.1958, Page 8
2 MENNTAMÁL
Þegar þeir Ludvig Harboe og Jón Þorkelsson (Thor-
kelli) Skálholtsrektor ferðuðust um landið á árunum
1741—45 til þess að athuga menntunarástandið, komust
þeir að raun um, að margir prestar voru lítt lærðir, og að-
eins um þriðjungur landsmanna var læs. Fyrir atbeina
þeirra félaga voru gefnar út nýjar tilskipanir um ferm-
ingar og húsvitjanir. Árangurinn af þessu varð m. a. sá,
að um 1800 er talið, að nálega hver maður hér á landi
hafi verið læs.
Fátt var um skóla hér á landi allt fram á síðari hluta
19. aldar. í margar aldir voru eigi aðrir skólar hér á landi
en latínuskólarnir á biskupssetrunum að Skálholti og
Iíólum. Hlutverk þeirra var lengst af aðallega að búa
nemendur undir prestsskap. Skálholtsskóli var fluttur til
Reykjavíkur 1786 og Hólaskóli sameinaður honum 1801.
En leggja varð niður Latínuskólann í Reykjavík árið 1804
vegna þess, að skólahúsnæðið — Hólavallaskóli — var
dæmt ónothæft. Skólinn var svo á Bessastöðum árin 1805
—1846, en fluttist þá í nýtt hús í Reykjavík, Mennta-
skólahúsið, og hefur verið þar síðan.
Talið er, að enginn skóli hafi verið starfandi á íslandi
veturinn 1804—5 nema barnaskóli á Hausastöðum.
Fyrsti barnaskólinn, sem kunnugt er um að stofnaður
hafi verið hér á landi, var í Vestmannaeyjum. Það var
gert árið 1745, síðasta árið, sem Harboe og Jón Þorkels-
son voru hér á ferð. En sá skóli starfaði aðeins í nokkur
ár. Árið 1791 var stofnaður barnaskóli að Hausastöðum
1 Garðahreppi fyrir fé úr Thorkelliisjóði, en hann lagðist
niður árið 1812. Árið 1830 er stofnaður barnaskóli í
Reykjavík, er naut styrks úr Thorkelliisjóði. Hann lagð-
ist niður á árunum 1848—62 vegna fjárskorts.
Um miðja 19. öldina er stofnaður barnaskóli á Eyrar-
bakka. Upp úr því og þó einkum, er líða fer á öldina,
eru stofnaðir barnaskólar í kaupstöðum og nokkrum
þorpum, og umferðakennslu er komið á í sumum sveit-